Sport

Byrjunarliðið gegn Skotum

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth í dag. Þóra Helgadóttir er í markinu, Guðlaug Jónsdóttir og Erla Hendriksdóttir bakverðir, Katrín Jónsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir miðverðir, Dóra María Lárusdóttir og Erla Steina Arnardóttir eru á köntunum, Edda Garðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir á miðjunni og frammi eru Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir er komin í liðið að nýju eftir langa fjarveru vegna meiðsla sem hún hlaut í vináttuleik sömu liða í Egilshöll í mars á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×