Sport

Liverpool til Tokyo tvisvar í ár

Liverpool mun fara tvisvar til Japans á árinu. Liðið hafði áður skipulagt æfingaferð þangað í sumar en eftir sigurinn magnaða í Meistaradeild Evrópu í gær er ljóst að liðinu stendur til boða að leika á HM félagsliða, en það mót verður einmitt haldið í Japan dagana 11.-18. desember. Mótið er á vegum FIFA og vonast forystu menn þar á bæ að álfumeistarar úr öllum sex álfunum, sem eru með aðild að FIFA, taki þátt í mótinu. Þá mun Liverpool einnig mæta CSKA Moskvu á Stade Louis II í Monaco 26. ágúst í leik um meistara meistarana í Evrópu en þar mætast sigurvegarar úr Uefa keppninni og Meistaradeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×