Sport

Landsliðið tilkynnt í dag

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynna landsliðshóp Íslands fyrir tvo landsleiki við Ungverjaland og Möltu, 4. og 8. júní á Laugardalsvelli, í dag. Ljóst er að Hermann Hreiðarsson er frá vegna meiðsla en í hans stað hafa landsliðsþjálfararnir valið Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson, leikmann Ålesund, í landsliðið eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Jóhannes Karl Guðjónsson gefur ekki kost á sér og Heiðar Helguson verður í banni í fyrri leiknum. KSÍ býður einn miða sem gildir á báða landsleikina á 1500 kr. en hægt er að nálgast þá á Netinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×