Sport

KSI.is líka fyrir blinda

Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands hefur nú fengið nýtt og betra útlit en eldri útgáfan hafði þjónað sínu undanfarin fimm ár. Skipulag síðunnar hefur verið tekið í gegn, sem og útlit, viðmót og virkni. Glæsilegt myndasafn hefur einnig verið tekið í gagnið en eins og Ómar Smárason, kynningarfulltrúi KSÍ, sagði við opnun síðunnar í gær að myndir KSÍ teldi þúsundir og þúsundir mynda. Ná þær allt aftur til ársins 1940. Þá er þjónustar nýja útgáfan af ksi.is einnig blinda með tækni sem blindir netverjar geta nýtt sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×