Sport

Öruggur sigur Gautaborgar

Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar sem sigraði Örgryte 3-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Örgryte. Gautaborg er í 7. sæti deildarinnar með tólf stig eftir sjö leiki en Örgyte er í í 12. sæti með sjö stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×