Fleiri fréttir

Allir markaskorarar handboltans

Sjö leikir fóru fram í DHL-deildum  karla og kvenna í kvöld þar af voru fjórir þeirra hjá konunum. Haukar komust á topp úrvalsdeildar karla með sigri á Val og ÍR-ingar endurtóku leikinn frá því í bikarúrslitunum og unnu HK.Þá skoraði Hanna Stefánsdóttir 17 mörk fyrir kvennalið Hauka. Öll úrslit og markaskorara kvöldsins eru komin á Vísi.

Doug Wrenn til Njarðvíkur

Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni er nú orðið fullmannað að en Njarðvíkingar gerðu samning Doug Wrenn, fyrrum leikmann Washington-háskólans í PAC 10 deildinni, og mun hann verða liðinu í til fulltingis í úrslitakeppninni sem hefst á fimmtudaginn.

Sjötti sigurinn í röð hjá Heat

Miami Heat vann sinn sjötta leik í röð er það tók á móti Allen Iverson og félögum í Philadelphia 76ers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Úrslitin í NBA í nótt

Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 90-85 Stigahæstir hjá Bulls: Kirk Hinrich 17 (6 fráköst, 8 stoðsendingar), Eddy Curry 16 (7 fráköst), Chris Duhon 13 (10 stoðsendingar). Stigahæstir hjá Bucks: Michael Redd 26 (5 stoðsendingar), Desmond Mason 13, Erick Strickland 13.

Blackburn vildi Sheringham

Teddy Sheringham, leikmaður West Ham í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, greindi frá því á dögunum að Blackburn hefði boðið í sig fyrr á árinu.

Allardyce stefnir á Evrópukeppnina

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, ætlar sér að koma liðinu í UEFA-bikarkeppnina en Bolton hefur aldrei náð þeim árangri.

Óvíst hvort Birkir fari út

Birkir Ívar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, segir að það skýrist um eða eftir næstu helgi hvort hann gangi til liðs við þýska handboltaliðið Hamborg. Birkir, sem æfði tvisvar með félaginu í síðustu viku, fékk tilboð frá þýska liðinu en umboðsmaður hans er búinn að gera gagntilboð og hittir forystumenn Hamborgarliðsins síðar í vikunni.

Ruud bjargvættur United?

Hollendingurinn Ruud van Nistelroy telur sig geta hjálpað liði sínu, Manchester United, til að leggja AC Milan af velli og komast áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Næsta NHL-tímabil í hættu?

Samband íshokkíleikmanna í NHL-deildinni hefur fallist á að funda með sambandi liðseigenda í þeirri von um að samkomulag náist varðandi launaþak leikmanna.

Njarðvíkingar komnir með nýja Kana

Njarðvíkingar hafa bætt við sig tveimur Bandaríkjamönnum fyrir úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir Doug Wrenn og Alwin Snow koma í stað þeirra Antony Lacky og Matt Sayman en samningi þeirra var sagt upp í síðustu viku.

Stjarnan sigraði ÍS örugglega

Stjarnan sigraði ÍS í þremur hrinum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í blaki karla í gærkvöldi. Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöld.

Ferrari enn best að mati Renault

Lið Renault í Formúlu 1 kappakstrinum fullyrðir að Ferrari sé enn liðið sem þurfi að leggja af velli þrátt fyrir að Giancarlo Fisichella, annar ökumanna liðsins, hafi farið með sigur af hólmi í fyrstu keppni ársins sem fram fór í Melbourne í Ástralíu um helgina.

Samstarf Breiðabliks og Augnabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks og knattspyrnufélagið Augnablik hafa skrifað undir samning um samstarf félaganna á knattspyrnusviðinu. Helstu atriði samningsins eru að Breiðablik mun lána Augnablik leikmenn sem af ýmsum ástæðum ekki komast að hjá Blikaliðinu.

Bætti fimm ára gamalt Íslandsmet

Alda Harðardóttir bætti í gær fimm ára gamalt Íslandsmet Elínar Óskarsdóttur í keilu um einn pinna þegar hún náði 708 pinnum í þremur leikjum í deildinni í gærkvöldi. Alda fékk 22 fellur af 36 mögulegum.

ÍBV spilar fyrir norðan

Einn leikur verður í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Þór keppir við ÍBV klukkan 19.15 á Akureyri. Þrír leikir verða í 1. deild karla. Grótta/KR mætir FH, Stjarnan keppir við Fram og Afturelding fær Selfoss í heimsókn.

Manchester United í rannsókn

Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú atvik sem átti sér stað eftir leik Crystal Palace og Manchester United um síðustu helgi.

Vilja ekki auglýsingu á treyjurnar

Forseti spænska fótboltaliðsins Barcelona, Juan Laporta, segir að félagið ætli í lengstu lög að reyna að komast hjá því að spila með auglýsingu á keppnistreyjum liðsins þrátt fyrir að stjórn félagsins hafi heimilað það. Flest knattspyrnulið heims hafa fjármagnað kaup á leikmönnum með því að semja um auglýsingar á keppnistreyjum sínum.

Carew dæmdur í 3 leikja bann

Norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, John Carew, var í morgun dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á mótherja í leik með liði sínu Besiktas. Tyrkneska knattspyrnusambandið dæmdI Besiktas í tveggja milljóna króna sekt auk þess sem engir áhorfendur verða á næsta heimaleik liðsins.

Pennant áfrýjar ekki

Jermaine Pennant, sem er í láni hjá Arsenal frá Birmingham, hefur ákveðið að áfrýja ekki þeim þriggja mánaða fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir ölvunarakstur.

Kewell ekki með gegn Leverkusen

Harry Kewell, leikmaður Liverpool, mun ekki vera með í seinni leik liðsins gegn þýska liðinu Leverkusen í Meistaradeild Evrópu sem fram fer annað kvöld.

Tvö börn létust á fótboltaleik

Tvö börn létu lífið í gær á knattspyrnuleikvangi í Madagascar í Afríku. Atburðurinn átti sér stað þegar nokkur hundruð manns reyndu að þröngva sér inn á leikvanginn sem tekur um 20 þúsund manns í sæti.

Þór A. - ÍBV í kvöld

Einn leikur fer fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld en þá mætast Þór frá Akureyri og ÍBV í Höllinni fyrir norðan og hefst leikurinn klukkan 19:15. Þórsarar meiga illa við að tapa leiknum en þeir sitja sem stendur í neðsta sæti deildarinnar, ásamt Víkingum, með átta stig. Eyjamenn eru í fimmta sæti með ellefu stig, þrem stigum á eftir HK sem er efst með fjórtán.

3 leikir í 1.deild karla í kvöld

Þrír leikir fara fram í fyrstu deild karla í handknattleik í kvöld. Stjarnan og Fram mætast í Ásgarði og hefst leikurinn klukkan 19:15. Á sama tíma hefst leikur Grótta/KR - FH á Seltjarnarnesi. Klukkan 20:00 mætast síðan Afturelding og Selfoss að Varmá.

Eiður byrjar inn á

Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Eiður Smári Guðjohnsen, er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Barcelona í síðari leik liðanna í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og hann verður sýndur beint á Sýn. Eiður Smári verður í fremstu víglínu ásamt Mateja Kezman.

Eiður byrjar hjá Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Barcelona á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en Eiður leikur frami ásamt Mateja Kezman í fjarveru Didier Drogba, en Frakkinn snjalli er í leikbanni.

Howard í markinu hjá United

Tim Howard kemur aftur í mark Man Utd í kvöld er liðið heimsækir San Siro og spilar gegn AC Milan. Ruud van Nistelrooy spilar frammi ásamt ungstirninu Wayne Rooney.

Augenthaler framlengir

Klaus Augenthaler hefur framlengt samning sinn við Bayer Leverkusen, en núverandi samningur hans gilti aðeins út þetta tímabil og hafði það ákvæði í sér að hann yrði aðeins framlengdur ef Leverkusen kæmist í Meistaradeild Evrópu að ári, en það er hvergi nærri öruggt þar sem liðið situr í sjöunda sæti í þýsku Bundesligunni.

Eiður Smári kemur Chelsea yfir

Eiður Smári hefur komið Chelsea yfir gegn Barcelona strax á áttundu mínútu í Meistaradeild Evrópu, en leikið er á Stanford Bridge. Eiður fékk sendingu frá hægri frá hægri frá Mateja Kezman, lék á Gerard og skoraði framhjá Victor Valdes markverði Barcelona.

Chelsea komið í 3-1

Frank Lampard  og Damien Duff komu Chelsea í 3-0 gegn Barcelona á Stanford Bridge í Lundúnum, en Ronaldinho minnkaði muninn. Fyrst átti Joe Cole rispu upp hægri kantinn á sautjándu mínútu, átti skot í Oleguer og Valdes, sem var lagður af stað í hitt hornið, náði að verja en hélt ekki boltanum og Lampard kom úr djúpinu og setti boltann í autt markið.

Brynjar Björn í byrjunarliðinu

Brynjar Björn Gunnarsson er í byrjunarliði Watford sem tekur á móti Nottingham Forest á Vicarage Road í 1.deildinni á Englandi, en Brynjar Björn kom einmitt til Watford frá Forest. Heiðar Helguson er meiddur og því ekki með.

Ronaldinho minnkar í 3-2

Ronaldinho, Brasilíski töframaðurinn, hefur minnkað muninn á Stamford Bridge í hreint út sagt ótrúlegum leik. Chelsea komst í 3-0 eftir 19 mínútur en Barcelona hefur nú minnkað muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Ronaldinho. Eins og staðan er núna er Barcelona áfram á mörkum á útivelli.

ÍBV vann á Akureyri

Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld er Þór A. tók á móti ÍBV á Akureyri. Gestirnir sigruðu með 31 marki gegn 27 og eru komnir í annað sætið með þrettán stig, stigi á eftir HK sem situr á toppnum.

Crespo kemur Milan yfir

Hernan Crespo hefur komið Milan yfir gegn Manchester United með marki eftir rétt rúman klukkutíma leik. Milan er því komið með pálmann í hendurnar en United þarf núna að skora tvö mörk til að komast áfram.

Ótrúlegur leikur í Frakklandi

Það er hreint út sagt ótrúlegur leikur í gangi á Stade de Gerland, heimavelli Lyon, en þar taka heimamenn á móti þýsku meisturunum í Werder Bremen. Staðan í hálfleik var 3-1, en Lyon er núna komið í 6-2.

Terry kemur Chelsea í 4-2

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur komið liði sínu í 4-2 gegn Barcelona og eru Chelsea því með pálmann í höndunum eins og staðan er núna. Terry skallaði boltann inn eftir hornspyrnu, en spurningarmerki verður að setja við varnarleik Barcelona í þessari hornspyrnu.

Lyon bustaði Bremen

Lyon burstaði þýsku meistarana í Werder Bremen á Stade de Gerland í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með sjö mörkum gegn tveimur. Sylvain Wiltord kom Frökkunum yfir strax á 9. mínútu og Mickael Essien bætti tveimur við áður en Johan Micoud minnkaði muninn eftir hálftíma leik.

Man Utd úr leik

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði í kvöld gegn AC Milan, 1-0, á Stadio Giuseppe Meazza og 2-0 samanlagt úr leikjunum tveimur. Það var Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem skoraði sigurmarkið, eins og í fyrri leiknum, á 62. mínútu.

Chelsea áfram eftir frábæran leik

Chelsea er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 4-2 sigur á Barcelona á Stamford Bridge og 5-4 samanlagt.

1. deildin í handboltanum

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Stjarnan tapaði heima gegn Fram 27-32, Grótta/KR og FH gerðu 18-18 jafntefli og Afturelding sigraði Selfoss með eins marks mun, 26-25.

Allir markaskorarar handboltans

Fjórir leikir fóru fram í DHL-deild karla og 1. deild karla í kvöld. Eyjamenn unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir lögðu Þórsara af velli í úrvalsdeildinni og skelltu sér í kjölfarið upp í 2. sætið og þá minnkuðu Framara forskot FH-inga í eitt stig á toppi 1. deildarinnar. Öll úrslit og markaskorara kvöldsins eru komin á Vísi.

Flugeldasýning á Brúnni

Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð.

Erfitt hjá Arsenal

Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Fjórir leikir eru í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Með tilboð frá Hamburg

Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka og íslenska landsliðsins í handknattleik, gæti óvænt verið á förum í atvinnumennsku. Hann æfði hjá þýska stórliðinu HSV Hamburg um daginn og fór heim með samning upp á vasann.

Sjá næstu 50 fréttir