Sport

Næsta NHL-tímabil í hættu?

Samband íshokkíleikmanna í NHL-deildinni hefur fallist á að funda með sambandi liðseigenda í þeirri von um að samkomulag náist varðandi launaþak leikmanna. Eins og kunnugt er neyddist Gary Bettman, forseti NHL, til að aflýsa tímabilinu í ár sökum launadeilunnar. Vonir standa til að samböndin nái samkomulagi til að bjarga næsta tímabili. Þau hittust síðast 19. febrúar en samningar náðust ekki þá frekar en fyrr í vetur. Íþróttaspekingar telja að verkfallið eigi eftir að draga langan dilk á eftir sér og að íþróttin muni seint ná sér hvað vinsældir varðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×