Sport

Blackburn vildi Sheringham

Teddy Sheringham, leikmaður West Ham í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, greindi frá því á dögunum að Blackburn hefði boðið í sig fyrr á árinu. Sheringham hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og hefur Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, fulla trú á að Sheringham geti enn leikið í efstu deild. Sjálfur segist Sheringham ánægður hjá West Ham. "Það er alltaf ánægjulegt að vita til þess að framkvæmdastjórinn vilji halda manni hjá liðinu," sagði Sheringham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×