Sport

Manchester United í rannsókn

Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú atvik sem átti sér stað eftir leik Crystal Palace og Manchester United um síðustu helgi. United var ekki sátt við dómarann, Mark Clattenburg, en leikmenn liðsins vildu meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu meðan á uppbótartímanum stóð. Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson létu duglega í sér heyra og þurfti m.a. að halda aftur af þeim fyrrnefnda. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og er United nú í öðru sæti deildarinnar, 8 stigum á eftir Chelsea sem á leik til góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×