Sport

Tvö börn létust á fótboltaleik

Tvö börn létu lífið í gær á knattspyrnuleikvangi í Madagascar í Afríku. Atburðurinn átti sér stað þegar nokkur hundruð manns reyndu að þröngva sér inn á leikvanginn sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. Starfsmenn leikvangsins reyndu að loka hliðunum er æstur múgurinn ruddist inn. Börnin tvö tróðust undir í hamaganginum og létust af áverkum sínum. Einnig slösuðust 45 manneskjur, engin lífshættulega þó. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem einhver lætur lífið á knattspyrnuleik í Afríku því fyrir fjórum árum létust 123 manns á leik í Ghana þegar lögregla skaut táragasi að fólki sem lét öllum illum látum. Sama ár létust 43 á leik í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Þá létust fjórir á leik á síðasta ári þegar Togo lék í undankeppni HM í Lome.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×