Helm búinn að bæta stigametið 3. mars 2005 00:01 Joshua Helm, leikmaður KFÍ, hefur vakið mikla athygli í vetur þótt gengi liðsins hafi ekki verið burðugt og fall í 1. deild sé staðreynd. Helm er langstigahæsti leikmaður Intersportdeildarinnar í vetur, hefur skorað 781 stig í 21 leik sem gera 37,2 stig að meðaltali í leik. Til samanburðar má nefna að aðeins 9 leikmenn hafa náð að skora yfir 37 stig í leik í deildinni í vetur og aðeins tveir þeirra ofar en einu sinni en það eru KR-ingarnir Cameron Echols (3) og Aaron Harper (2). Joshua Helm hefur skorað meira en 37 stig í níu leikjum. Helm hefur hreinlega farið hamförum í síðustu leikjum en í Grindavík skorað hann yfir 40 stig fjórða leikinn í röð en hann var með 44 stig gegn ÍR í Seljaskóla, skoraði 48 stig í heimaleikjum gegn bæði KR og Hamar/Selfoss og svo 43 stig í Grindavík í fyrrakvöld. Helm þurfti 25 stig í Grindavík til að bæta stigamet Stevie Johnson í núverandi fyrirkomulagi úrvalsdeildarinnar sem hefur verið við lýði síðan 1996. Stevie "Wonder" skoraði 762 stig í 22 leikjum með Haukum 2002-2003 en Johnson er einnig í fimmta sæti listans með þau 670 stig sem hann skoraði fyrir Þór Akureyri árið á undan. Helm bætti met Johnson í lok þriðja leikhluta, skoraði 18 stig í lokaleikhlutanum og vantar nú aðeins 19 stig til að vera tíundi maðurinn í sögunni til þess að skora yfir 800 stig á einu tímabili. Danny Shouse er sá eini af þeim sem afrekaði slíkt í færri leikjum en Helm (20 leikir og 800 stig tímabilið 1980-81 - 40 stig að meðaltali) en Frank Booker er næstur af hinum eftir að hafa skorað 881 stig í 26 leikjum með Val 1991-92. Auk þess hefur Helm tekið 14,1 frákast að meðaltali í leik og hefur náð tvennum í 19 af 21 leikjum sínum í vetur sem er það langbesta í deildinni. Helm hefur að sjálfsögðu slegið félagsmetið í stigaskorun og vantar nú 14 fráköst í síðasta leiknum gegn Skallagrími til þess að bæta félagsmet James Cason í fráköstum en hann tók 308 fráköst fyrir KFÍ veturinn 1998-99. Hvernig sem fer er ljóst að Joshua Helm hefur sett sitt mark á metabækurnar í íslenska körfuboltanum. Flest stig á einu tímabili í 22 leikja deild:* 781 Joshua Helm KFÍ 2004-05 762 Stevie Johnson, Haukar 2002-03 727 Dwayne Fontana, KFÍ 2000-01 707 Brenton Birmingham, Grindavík 1999-2000 670 Stevie Johnson, Þór Ak. 2001-02 653 Warren Peebles, Val 1997-98 648 Damon Johnson, ÍA 1997-98 641 John Woods, Tindastóli 1998-99 636 Damon Johnson, Keflavík 1998-99 632 Darrell Flake, KR 2002-03 * Tólf lið hafa spilað 22 leikja frá og með tímabilinu 1996-97. Körfubolti Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Joshua Helm, leikmaður KFÍ, hefur vakið mikla athygli í vetur þótt gengi liðsins hafi ekki verið burðugt og fall í 1. deild sé staðreynd. Helm er langstigahæsti leikmaður Intersportdeildarinnar í vetur, hefur skorað 781 stig í 21 leik sem gera 37,2 stig að meðaltali í leik. Til samanburðar má nefna að aðeins 9 leikmenn hafa náð að skora yfir 37 stig í leik í deildinni í vetur og aðeins tveir þeirra ofar en einu sinni en það eru KR-ingarnir Cameron Echols (3) og Aaron Harper (2). Joshua Helm hefur skorað meira en 37 stig í níu leikjum. Helm hefur hreinlega farið hamförum í síðustu leikjum en í Grindavík skorað hann yfir 40 stig fjórða leikinn í röð en hann var með 44 stig gegn ÍR í Seljaskóla, skoraði 48 stig í heimaleikjum gegn bæði KR og Hamar/Selfoss og svo 43 stig í Grindavík í fyrrakvöld. Helm þurfti 25 stig í Grindavík til að bæta stigamet Stevie Johnson í núverandi fyrirkomulagi úrvalsdeildarinnar sem hefur verið við lýði síðan 1996. Stevie "Wonder" skoraði 762 stig í 22 leikjum með Haukum 2002-2003 en Johnson er einnig í fimmta sæti listans með þau 670 stig sem hann skoraði fyrir Þór Akureyri árið á undan. Helm bætti met Johnson í lok þriðja leikhluta, skoraði 18 stig í lokaleikhlutanum og vantar nú aðeins 19 stig til að vera tíundi maðurinn í sögunni til þess að skora yfir 800 stig á einu tímabili. Danny Shouse er sá eini af þeim sem afrekaði slíkt í færri leikjum en Helm (20 leikir og 800 stig tímabilið 1980-81 - 40 stig að meðaltali) en Frank Booker er næstur af hinum eftir að hafa skorað 881 stig í 26 leikjum með Val 1991-92. Auk þess hefur Helm tekið 14,1 frákast að meðaltali í leik og hefur náð tvennum í 19 af 21 leikjum sínum í vetur sem er það langbesta í deildinni. Helm hefur að sjálfsögðu slegið félagsmetið í stigaskorun og vantar nú 14 fráköst í síðasta leiknum gegn Skallagrími til þess að bæta félagsmet James Cason í fráköstum en hann tók 308 fráköst fyrir KFÍ veturinn 1998-99. Hvernig sem fer er ljóst að Joshua Helm hefur sett sitt mark á metabækurnar í íslenska körfuboltanum. Flest stig á einu tímabili í 22 leikja deild:* 781 Joshua Helm KFÍ 2004-05 762 Stevie Johnson, Haukar 2002-03 727 Dwayne Fontana, KFÍ 2000-01 707 Brenton Birmingham, Grindavík 1999-2000 670 Stevie Johnson, Þór Ak. 2001-02 653 Warren Peebles, Val 1997-98 648 Damon Johnson, ÍA 1997-98 641 John Woods, Tindastóli 1998-99 636 Damon Johnson, Keflavík 1998-99 632 Darrell Flake, KR 2002-03 * Tólf lið hafa spilað 22 leikja frá og með tímabilinu 1996-97.
Körfubolti Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira