Sport

Safin jafnaði metin fyrir Rússa

Rússinn Marat Safin, sem vann opna ástralska meistaramótið fyrir skömmu, vann í dag Adrian Garcia frá Chile 6-1, 3-6, 6-3 og 7-6 og jafnaði þar með metin í viðureign þjóðanna í fyrstu umferð Davis-keppninnar í tennis sem fram fer í Moskvu. Einnig er jafnt hjá Svíum og Frökkum en þar jafnaði Thomas Johansson metin fyrir Svía með sigri á Sebastien Grosjean 6-4, 6-4 og 7-6 fyrr í dag. Staðan í viðureign í fyrstu umferð Davis-keppninnar í MoskvuFrakkland - Svíþjóð 1-1Rússland - Chile 1-1Rúmenía - Hvíta/Rússland 1-1Slóvakía - Spánn 2-0Argentína - Tékkland 2-0Bretland - Ísrael 1-1Noregur - Úkraína 1-1Kólumbía - Brasilía 0-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×