Sport

Annað gull Klassen

Cindy Klassen frá Kanada vann í dag sín önnur gullverðlaun á heimsbikarmóti í skautahlaupi sem fram fer í Inzell í Þýskalandi. Klassen vann 3000 metra skautahlaupið á 4:10.37 mínútum en heimastúlkan Claudia Pechstein varð önnur á 4:10.89. Landa Klasssen, Clara Hughes, varð svo þriðja á 4:11.97. Í gær vann Klassen 1,500m hlaupið með því að enda þriggja ára einokun hinnar þýsku Anni Friesingar við lítinn fögnuð heimamanna í Inzell.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×