Sport

United-maður í eins árs fangelsi

Daninn Mads Timm, einn af framherjum Manchester United, var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir vítavert gáleysi við akstur. Timm fór ásamt Callum Flanagan, sem lék áður með United, í kappakstur nærri æfingasvæði United í janúar á síðasta ári. Timm var á undan Flanagan er hann lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Það sama má segja um Flanagan sem náði ekki að hemla í tæka tíð og skall á annarri bifreið. Tvennt slasaðist illa í slysinu en klippa þurfti farþega úr bíl Flanagans eftir aksturinn. Flanagan og Timm misstu báðir ökuleyfið í þrjú ár og fékk sá fyrrnefndi 8 mánaða fangelsi. Talsmaður Manchester United vildi lítið sem ekkert tjá sig um málið annað en það að Timm væri enn talinn leikmaður United-liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×