Fleiri fréttir

Herrakvöld KR í kvöld

Það verður án efa mikið um dýrðir í KR-heimilinu í kvöld þegar Herrakvöld félagsins, í umsjón meistaraflokks karla í knattspyrnu, verður haldið.

Pennant ekki einn í fangelsi

Jermaine Pennant er ekki eini knattspyrnumaðurinn sem þarf að dúsa bak við rimlana næstu mánuðina.

Owen leyndi ekki ánægju sinni

Michael Owen fer ekki leynt með ánægju sína með að hafa skorað eitt af mörkum Real Madrid gegn Betis í fyrrakvöld.

Atletico á eftir Kewell

Atletico Madrid er sagt vera á höttunum á eftir Harry Kewell hjá Liverpool, en Ástralinn hefur átt afar slaka leiktíð þar sem meiðsli hafa einnig set strik í reikninginn.

Tyson snýr aftur í júní

Mike Tyson boðaði í gær endurkomu sína í hringinn en ekki var minnst einu orði á mögulegan andstæðing.

Tvöföld ákæra á hendur Chelsea

UEFA hefur staðfest að Chelsea muni sæta tvöfaldri kæru vegna atvika sem upp komu í leik Barcelona og Chelsea á Camp Nou í Meistaradeildinni á dögunum. Fyrri ákæran er vegna þess hve seint liðið kom út til leiks í síðari hálfleik en sú seinni vegna þess að Jose Morinho, stjóri Chelsea, mætti ekki á fréttamannafund eftir leik.

Skallagrímur ekki með lið í sumar?

Svo gæti farið að Skallagrímur sendi ekki lið til leiks í þriðju deildinni í knattspyrnu í sumar, en mikil hörgull er á mannskap í Borganesi. Skallagrímsmenn stóðu sig með miklum sóma í fyrra og voru óheppnir að komast ekki í umspil um sæti í annarri deild, en nú virðist annað vera uppá teningnum.

Cissé byrjaður að hlaupa

Djibril Cissé, framherji Liverpool sem fótbrotnaði illa í leik gegn Blackburn í haust, er farinn að hlaupa aftur, en hann mætti í dag á Melwood, æfingasvæði Liverpool, í fyrsta skipti síðan í október og hljóp.

Magnús og Heiðar hafa lokið leik

Magnús Lárusson og Heiðar D.Bragason úr GKJ hafa lokið leik í dag á opna spænska áhugamannamótinu í golfi. Magnús lék á 81 höggi í dag og samtals á 157 höggum, en hann lék á 76 höggum í gær. Heiðar hinsvegar spilaði mjög vel og lék á 76 höggum í dag og 73 í gær og samtals á 149 höggum.

Antonioli framlengir hjá Sampdoria

Sampdoria hefur tryggt sér þjónustu hins reynslumikla markvarðar Francesco Antonioli, en hann skrifaði undir 12 mánaða framlengingu við félagið. Hinn 35 ára gamli Antonioli hefur spilað gríðarlega vel fyrir Sampdoria á tímabilinu og aðeins fengið á sig 17 mörk í 25 leikjum, en hann kom frá Roma árið 2003.

Eriksson fær sínu fram

Þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Sven-Göran Eriksson, hefur sigrað baráttu sína við enska knattspyrnusambandið um að fá fjögurra vikna hlé fyrir HM í knattspyrnu árið 2006. Enska knattspyrnusambandið hefur samþykkt að færa úrslitaleik FA bikarsins um viku ásamt því sem enska úrvaldsdeildin mun klárast viku fyrr en gert var ráð fyrir.

Áfall fyrir Villa

Aston Villa varð fyrir áfalli í dag er Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Angel snéri sig á ökkla á æfingu. Angel bólgnaði allur upp og treystu læknar liðsins sér ekki til að segja til um hversu lengi hann yrði frá vegna bólgunnar.

Lokaumferðin í körfunni

Lokaumferðin í Intersportdeildinni í körfuknattleik karla fór fram í kvöld með sex leikjum.

Haukar lögðu KR

Einn leikur fór fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Haukar sigruðu KR 88-80 í Hafnafirði. Keflavík er efst í deildinni, eru nú þegar orðnar deildarmeistarar, með 32 stig, en Haukar eru í fjórða sæti með 20 stig. KR er á botninum með fjögur stig.

Grótta/KR sigraði Selfoss

Einn leikur fór fram í sjöundu umferð fyrstu deildar karla í handknattleik í kvöld er Selfoss tók á móti Gróttu/KR. Gestirnir höfðu betur 24-17 og eru nú komnir í þriðja sætið með jafn mörg stig og Fram sem situr í öðru sætinu og aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er á toppnum.

Aragones sektaður

Luis Aragones, landliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu, hefur verið sektaður af spænska knattspyrnusambandinu vegna niðrandi ummæla um Thierry Henry, landsliðsmann Frakka og leikmann hjá Arsenal.

Fín afmælisgjöf frá Iverson

Chris Webber fékk góða gjöf á 32 ára afmæli sínu frá Allen Iverson er lið þeirra, Philadelphia 76ers, sótti Milwaukee Bucks heim í NBA-körfuboltanum í nótt.

Mourning samdi við Miami Heat

Forráðamenn Miami Heat í NBA-körfuboltanum tilkynntu í gær að liðið hefði gert samning við miðherjann Alonzo Mourning. Mourning, sem er 35 ára að aldri, var valinn annar í nýliðavalinu árið 1992 á eftir Shaquille O´Neal sem leikur einmitt með Heat.

Pennant nýtur stuðnings Birmingham

Lið Birmingham ætlar að standa þéttingsfast við bakið á Jermaine Pennant eftir að hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur.

Montoya gagnrýnir BMW

Kólumbíubúinn Juan Pablo Montoya, ökumaður hjá McLaren í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, Frank Williams hjá BMW Williams, fyrir að sýna sér ekki nægan stuðning. Montoya sagði að auki að honum hafi fundist hann vera vanmetinn af Williamsliðinu.

Woodgate frá út tímabilið

Jonathan Woodgate, leikmaður Real Madrid, mun að öllum líkindum missa af því sem eftir er af tímabilinu samkvæmt íþróttadeild BBC.

Mirza vann Kuznetsovu óvænt

Hin 18 ára gamla Sani Mirza skók tennisheiminn þegar hún lagði rússneska meistarann Svetlana Kuznetsova á meistaramótinu í Dubai í gær.

Scott Carson leysir Dudek af

Scott Carson, fyrrum markvörður Leeds, mun að öllum líkindum vera í byrjunarliði Liverpool eftir að Jerzy Dudek, aðalmarkvörður liðsins, meiddist í leik gegn Chelsea á síðustu helgi.

Wenger hrósar Almunia

Manuel Almunia, markvörður Arsenal, var hetja liðsins er hann tryggði liði sínu sigur í FA bikarkeppninni í gær gegn Sheffield.

Pistons vann 8. leikinn í röð

Detroit Pistons vann sinn 8. leik í röð þegar liðið sótti Portland Trail Blazers heim í NBA-körfuboltanum í nótt.

Tekur Jol við af Koeman?

Forráðamenn Ajax hafa ekki fengist til að staðfesta hvort Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, sé á lista liðsins sem arftaki Ronald Koeman sem sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. Jol

Leik Króata frestað

Búið er að fresta vináttuleik Austurríkismanna og Króata í knattspyrnu sem vera átti í Vínarborg í kvöld vegna mikillar frosthörku. Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson héldu utan í morgun til þess að fylgjast með leiknum en Króatar verða mótherjar Íslendinga í undankeppni heimsmeistaramótsins 26. mars.

Fyrirliðar Evrópu valdir

Wales-búinn Ian Woosnam og Englendingurinn Nick Faldo, voru valdir fyrirliðar Evrópu í næstu tveimur Ryder-keppnum.

10% líkur, segir Robben

Arjen Robben telur litlar líkur á því að hann verði með gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Baros að rífast við Benitez?

Mikil óvissa ríkir um framtíð framherjans Milan Baros hjá Liverpool. Baros, sem er markahæsti leikmaður Liverpool, á víst að hafa rifist við knattspyrnustjórann Rafael Benitez en hann var útilokaður fyrir úrslitaleikinn í Carling Cup bikarkeppninni þar sem Liverpool tapaði fyrir Chelsea, 3-2.

Jack Nicklaus missir barnabarn

Jack Nicklaus, meðlimur í Frægðarhöllinni fyrir afrek sín í golfi, varð fyrir áfalli í gær þegar barnabarn hans, Jake Walter Nicklaus, drukknaði í heitapotti á heimili sínu.

Prutton biðst afsökunar

Búist er við að David Prutton, leikmaður Southampton, hljóti sjö leikja bann er mál hans verður tekið fyrir hjá enska knattspyrnusambandinu.

Mourinho verður ekki refsað

Hinn blóðheiti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, mun ekki hljóta refsingu fyrir að stinga fingri upp í munninn á sér og ganga meðfram hliðarlínunni eftir að Steven Gerrard skoraði sjálfsmark í leik Chelsea og Liverpool í úrslitaleik Carling Cup bikarkeppninnar sem fram fór á sunnudaginn var.

Logi með tvö í sigurleik

Logi Geirsson skoraði tvö mörk þegar Lemgo sigraði Hamborg 31-25 í þýska handboltanum í gærkvöldi.

SR vann Björninn

Skautafélag Reykjavíkur sigraði Björninn 7-4 á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Þegar staðan var 3-3 fékk einn leikmanna SR pökkinn í andlitið og varð að fara á slysvarðsstofuna. SR hefur nú þriggja stiga forystu í deildinni á Skautafélag Akureyrar.

Barcelona náði níu stiga forystu

Barcelona náði í gærkvöldi níu stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Katalóníuliðin Barcelona og Espanyol gerðu markalaust jafntefli.

Gömul stórveldi kljást í kvöld

Gamla körfuboltastórveldið Boston Celtics tekur á móti gömlu erkifjendunum í Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í kvöld.

Duberry til Stoke

Varnarmaðurinn Michael Duberry gekk í morgun til liðs við Stoke City. Stoke fær Duberry frá Leeds og þarf ekkert að borga fyrir hann. Duberry var keyptur til Leeds á 4,5 milljónir punda 1999.

Bruce lokar ekki á Pennant

Steve Bruce, framkvæmdastjóri Birmingham í ensku úrvaldsdeildinni, ætlar ekki að loka á Jermaine Pennant og segir hann eiga framtíð hjá félaginu þrátt fyrir þriggja mánaða fangelsisdóm sem hann fékk nú á dögunum fyrir umferðalagabrot. 

Proto vekur áhuga

Umboðsmaður belgíska landsliðsmarkvarðarins Silvio Proto hefur staðfest að bæði Manchester United og Arsenal hafi mikinn áhuga á að fá skjólstæðing sinn til sín. Bæði lið hafa látið njósnara sína skoða þennan markvörð La Louviere á undanförnum mánuði og eru sögð hrífast af getu hans.

Woodgatge frá út tímabilið

Jonathan Woodgate mun missa af því sem eftir er af tímabilinu með Real Madrid vegna meiðsla, en þessi 25-ára gamli varnarmaður hefur enn ekki spilað leik fyrir spænsku risana eftir 13,4 milljón punda söluna frá Newcastle síðastliðið sumar.

Prutton í tíu leikja bann

David Prutton, leikmaður Southampton í ensku knattspyrnunni, var í dag dæmdur í tíu leikja bann og 6 þúsund punda sekt af enska knattspyrnusambandinu, en Prutton brást hinn versti við er hann var rekinn af velli í leik gegn Arsenal um helgina eftir brot á Robert Pires.

Smith vill stærra hlutverk

Alan Smith, framherji Manchester United, er ekki sáttur við hlutverk hitt hjá liðinu og vill fá að spila meira og í stærri leikjum. Smith hefur verið í vandræðum með meiðsli undanfarið eftir góða byrjun hjá félaginu, en hann Smith spilaði mjög vel fyrstu mánuðina á tímabilinu og skoraði nokkur mörk.

Carlos spilar sinn 300. leik

Roberto Carlos spilar sinn 300. leik í La Liga fyrir Real Madrid í kvöld er liðið mætir Real Betis á Santiago Bernabéu. Carlos hefur spilað 35 leiki að meðaltali af þeim 38 sem eru á hverju tímabili á þeim níu árum sem hann hefur spila með Madrid, en hann kom frá Inter Milan árið 1996.

Sjá næstu 50 fréttir