Sport

Wright Phillips frá í tvo mánuði

Shaun Wright-Phillips, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, verður frá keppni í allt að tvo mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Norwich á mánudaginn síðasta. Þegar læknar skoðuðu leikmanninn kom í ljós að hann þarf að fara í uppskurð á hné og verður því frá í keppni í fyrrgreindan tíma. Þetta er liði Manchester City mikið áfall og ekki síst enska landsliðinu, sem leikur tvo leiki í undankeppni HM á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×