Sport

Woods vill stytta tímabilið

Kylfingurinn Tiger Woods sagði á dögunum að aðstandendur PGA mótaraðarinnar ættu að stytta keppnistímabilið til að bestu kylfingarnir myndu keppa oftar. "Það yrði meira spennandi fyrir aðdáendur, styrktaraðila og sjónvarpið ef við myndum leika oftar saman," sagði Woods í viðtali fyrir USPGA mótið í Miami. "Eina leiðin til þess er að stytta tímabilið." Tim Finchem, forseti PGA mótaraðarinnar, sagði að málið yrði tekið til athugunar. "Við verðum að kanna þetta og skoða hvort við getum gert þetta tímabilið aðgengilegra," sagði Finchem. Tiger Woods og Phil Mickelson eru harðir stuðningsmenn styttingarinnar. "Tímabilið hjá okkur er 11 mánuðir sem er of langt. Þetta ætti að enda í september." Mickelson tók í sama streng. "Bestu spilararnir taka þátt í helming mótanna," sagði Mickelson. "Það mætti stytta þetta í 32 mót í stað 44." Tom Pernice J., fyrrum stjórnarmaður PGA, hafði þetta um málið að segja fyrr á þessu ári: "Við erum með 43 styrktaraðila - Tiger heldur að við séum með 18. Hann hefur gert mikið fyrir okkur en það er kominn tími til að hann taki þátt í fleiri mótum," sagði Pernice.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×