Sport

Bates kaupir meirihluta í Leeds

Ken Bates keypti í morgun 51 prósent af hlutabréfum enska knattspyrnuliðsins Leeds United. Kaupverðið er 10 milljónir punda eða 1,2 milljarða íslenskra króna. Ken Bates er 73 ára og árið 1982 keypti hann Chelsea á eitt pund, eða rúman hundrað kall. Chelsea var líkt og Leeds nú, skuldum vafið. Bates ávaxtaði pund sitt vel hjá Chelsea því fyrir tveimur árum seldi hann rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich Chelsea á 17 milljónir punda eða tæpa 2 milljarða íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×