Sport

Eriksson blæs á gagnrýni um Becks

Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, blæs á gagnrýnina sem David Beckham hefur hlotið hjá Real Madrid. "Ég er engan veginn sammála að hann hafi ekki staðið fyrir sínu," sagði Eriksson. "David hefur leikið ágætlega á Spáni, hann er fyrirliðinn okkar og á því verður engin breyting." Uppi voru vangaveltur um að staða Beckham í landsliðinu væri í hættu vegna velgengni Shaun Wright-Phillips en Eriksson fullyrti að Beckham myndi leika sína vanalegu stöðu þegar Englendingar leika gegn Hollendingum í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×