Sport

Rúnar og Þórey Edda fengu A-styrk

Íþróttasamband Íslands úthlutaði rúmlega 47 mlilljónum króna úr Afrekssjóði sínum fyrir árið 2005 í dag. Fimleikamaðurinn Rúnar Alexandersson og frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir hlutu ein A-styrk, eða 160.00 krónur á mánuði. Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson fékk B-styrk, sem er helmingi lægri upphæð á mánuði, og badmintonkonurnar Sara Jónsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir C-styrk, sem nemur 40 þúsund krónum á mánuði. Þar að auki fékk karlalandsliðið í handknattleik sex milljónir króna vegna þátttöku í heimsmeistaramótinu í Túnis og þá fékk kvennalandsliðið í knattspyrnu fjórar milljónir, en það hefur náð góðum árangri á undanförnum árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×