Sport

Lehman með forystu á Buick-mótinu

Bandaríkjamaðurinn Tom Lehman lék best allra á fyrsta degi Buick-mótsins í golfi í San Diego í Kaliforníu. Lehman, sem var fyrirliði Bandaríkjamanna í Ryder-bikarnum í haust, lék á 62 höggum eða 10 undir pari vallarins. Landi hans, Dean Wilson, er annar, höggi á eftir honum. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els er í 4. sæti á 7 undir pari, Tiger Woods er í 35.-54. sæti á 3 undir pari og stigahæsti kylfingur heims, Vijay Singh, er á einu höggi undir pari í 64.-88. sæti. Sýnt verður beint frá þriðja keppnisdegi á Sýn á laugardag og lokahringurinn verður í beinni á Sýn 2 á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×