Sport

Liverpool að kaupa Carson

Liverpool eru við það að kaupa enska u-21 árs markvörðinn Scott Carson frá Leeds, en þeir höfðu betur í baráttu við Chelsea um Carson. Rafa Benitez hefur verið að leita logandi ljósi að nýjum markverði að undanförnu eftir að í ljós kom að Chris Kirkland verður frá í um þrjá mánuði. Carson þessi þykir afar efnilegur og er talið að hann eigi góðan möguleika á að slá Pólverjann Jerzy Dudek út úr liðinu. Talsmaður Liverpool, Ian Cotton, sagði í dag: "Við höfum náð samkomulagi við Leeds um kaup á Scott Carson. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag og ræða í framhaldinu kaup og kjör við félagið." Bryan Morris, talsmaður Leeds, bætti við: "Við óskum Scott alls hins besta hjá nýja félaginu. Hann hefur sýnt og sannað að hann er frábær markvörður á tíma sínum hjá Leeds og við erum þess fullvissir að honum muni ganga vel á Anfield. Hann er mjög yfirvegaður og hugarfar hans mun koma honum langt í boltanum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×