Sport

Hjálmar líklega til Hearts

Góðar líkur eru á því að knattspyrnumaðurinn úr Þrótti, Hjálmar Þórarinsson, geri samning við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts. Tilboð barst í leikmanninn frá Hearts og hafa Þróttarar gert Skotunum gagntilboð. Kristinn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild í morgun. Kristinn sagði að góðar líkur væru á því að samningar næðust. Hann sagði ennfremur að næsta skref í málinu væri að fara til Skotlands eftir helgi ef samningar hefðu náðst á milli Hjálmars og Hearts. Hjálmar er 18 ára sóknarmaður. Hann hefur æft og leikið með unglinga-og varaliði félagsins frá því í haust en foreldrar hans eru í námi í Edinborg. Hjálmar er mikið efni og hóf að leika með meistaraflokki Þróttar aðeins 15 ára. Hann á einnig að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×