Sport

Butt meiddist aftur

Meiðsli Nicky Butt hjá Newcastle tóku sig upp að nýju á æfingu í fyrradag. Butt, sem hefur misst af síðustu 11 leikjum liðsins, hneig niður á æfingu og gæti þurft að hvíla sig næstu mánuði til að ná sér að fullu. Að sögn Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle, er áfallið mikið fyrir Butt og liðið í heild. "Hann er náttúrulega gríðarlega svekktur eftir að hafa verið hársbreidd frá því að snúa tilbaka á völlinn," sagði Souness. Butt mun hitta sérfræðing í næstu viku til að rannsaka meiðslin til hlítar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×