Fleiri fréttir

KIA EV6 – rafmögnuð framtíð KIA

Kia EV6 er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia.

Volkswagen ID.3 - afskaplega góður sem ökutæki

Volkswagen ID.3 er fimm manna rafhlaðbakur frá Volkswagen. Mikill lúðrablástur var þegar bíllinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september 2019, þegar slíkir viðburðir fóru enn fram með fullt af fólki á staðnum.

Myndir af Nissan 400Z leka úr verksmiðjunni

Síðasta sumar kynnti Nissan loksins nýjan Z bíl, eitthvað sem margt bílaáhugafólk hefur beðið eftir. Upphaflegar myndir af bílnum sem þá átti líklega að heita 400Z hefa reynst vera nokkuð nálægt því sem er að raungerast.

Audi hættir þróun nýrra véla

Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur ákveðið að hætta þróun nýrra sprengihreyfilsvéla. Audi ætlar að uppfæra þær sem eru nú þegar komnar á markað.

Uppgjör rafstallbakanna

Síðustu tvo laugardaga hafa birst umfjallanir um rafstallabakana Tesla Model 3, vinsælasta bíl síðasta árs á Íslandi og Hyundai Ioniq. Þeir verða bornir saman í fréttinni, markmiðið er að gera upp á milli þeirra og skera úr um hvor er betri.

Tesla afhendir þúsundasta bílinn á Íslandi

Í fyrradag afhenti Tesla bíl númer 1000 á Íslandi til viðskiptavinar. Tesla hefur einungis verið að afhenda bíla í 10 mánuði á Íslandi. Model 3 var mest seldi bíll síðasta árs á Íslandi. Það eru komnar rúmlega þúsund Tesla-bifreiðar á íslensku göturnar.

MG5 og Marvel R eru nýjustu rafbílar MG

MG kynnti í gær, þriðjudag, í beinni útsendingu á YouTube tvær nýjar kynslóðir rafbíla sem koma á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Bílarnir heita MG Marvel R Electric sem er rafknúinn jepplingur í SUV-C-flokki og MG5 Electric sem er fyrsti skutbíllinn á rafbílamarkaðnum.

Hinn goðsagnakenndi Murray Walker er látinn

Murray Walker lést á föstudagskvöld, Walker er einna þekktastur fyrir litríkar lýsingar á Formúlu 1 sem og öðrum akstursíþróttum. Walker var 97 ára þegar hann lést.

Hyundai kynnir nýjan i20 á morgun

Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardag á milli kl. 12 og 16 nýjan og endurhannaðan i20 sem tvívegis hefur unnið Gullna stýrið hjá Auto Bild, nú síðast í nóvember síðastliðnum í flokki bíla sem kosta undir 25 þúsund evrum á Evrópumarkaði. Undir þeim mörkum er nýr i20 sannarlega á Íslandi því Hyundai í Garðabænum býður beinskiptan i20 frá kr. 2.690.000. og sjálfskiptan frá kr. 3.090.000.

Fyrstu myndir af nýjum Kia EV6

Kia sýndi í dag fyrstu myndirnar af nýjum rafbíl sem ber heitið EV6. Um er að ræða sportlegan jeppling sem er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. EV6 verður frumsýndur í vor og er mikil eftirvænting eftir komu hans á markað.

Williams Formúlu 1 liðið var hakkað

Williams Formúlu 1 liðið varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum sem brutust inn í gagnagrunn smáforrits (apps) sem liðið hafði smíða. Markmiðið með appinu var að gera fólki kleift að sjá nýja bíl liðsins í gegnum aukinn veruleika (AR - augmented reality). Málið þykir einkar óheppilegt þar sem einn af styrktaraðilum liðsins er Acronis, sem er netöryggis fyrirtæki.

Tesla Model 3 - Vinsælasta bíl ársins 2020 reynsluekið

Tesla Model 3 var mest seldi bíll ársins 2020 á Íslandi en 858 eintök voru nýskráð í fyrra. Tela Model 3 er stallbakur sem er til sölu hjá Tesla Vatnagörðum. Til reynsluaksturs var fenginn fjórhjóladrifinn (Dual Motor) bíll með mestu drægninni (Long Range). Einstök akstursupplifun, ekki bara vegna aflsins og aksturseiginleikanna heldur vegna tæknilegrar framþróunar sem Tesla hefur tekist að koma til almennings í gengum Model 3.

Góð ársbyrjun á lúxusbílamarkaði

Í febrúar voru 618 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi. Þar af voru 178 af merkjum sem BL hefur umboð fyrir og var markaðshlutdeild fyrirtækisins 28,8% í mánuðinum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL.

Nýr rafsendibíll frá Citroën

Brimborg kynnir Citroën ë-Jumpy 100% hreinan rafsendibíl sem væntanlegur er til landsins í apríl og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Nýr Citroën ë-C4 100% rafbíll forsýndur

Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 100% rafbíl. Drægni skv. WLTP mælingu er 350 km á 100% hreinu rafmagni. Citroën ë-C4 rafbíll er með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við einstaklega nútíma- og tæknilegt innra rými.

Kia efst hjá J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu

Kia er í efsta sætinu í ár­legri áreiðan­leika­könn­un banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Kia er í efsta sæt­inu í könn­un J.D. Power. Lúxusmerkin Lexus og Porsche eru í efstu sætunum en Kia er eins og áður segir efst yfir bílaframleiðendur í magnsölu.

Yutong Eurobus afhendir 105 rafdrifna strætisvagna og rútur í Noregi

Yutong Eurobus hefur afhent 102 nýja rafknúna strætisvagna til Keolis í Bergen í Noregi og 3 rafdrifnar rútur til Oslobuss í Osló og hafa allir vagnarnir þegar verið teknir í notkun. Yutong Eurobus er einnig búið að afhenta og klára stóra samninga á rafmagnsvögnum til Danmerkur og Finnlands og unnið er í stórum útboðum til Svíþjóðar. Áætlað er að CO2 losun minnki um 50 tonn miðað við hvern rafknúinn vagn í stað dísilvagns í Bergen samkvæmt upplýsingum frá Keolis.

Uppgjör rafsendibílanna

Undanfarna þrjá laugardaga hafa birst umfjallanir um rafsendibílana Nissan E-NV200, Maxus e-Deliver 3 og Renault Kangoo EV. Þeir verða bornir saman í fréttinni. Markmiðið er að gera upp á milli þeirra og skera úr um hver þeirra virkar best sem rafsendibíll.

Næsta kynslóð bílastæðakerfa í borginni

Nýjasta kynslóð bílastæðakerfa er á leið í öll sjö bílastæðahús Reykjavíkurborgar. Bílastæðakerfin eru þegar komin upp og hafa verið gerð virk í Kolaporti, Vitatorgi og Stjörnuporti og uppsetning á kerfunum stendur yfir í Traðarkoti og Vesturgötu.

Renault Kangoo EV - Notagildi bílsins er gríðarlegt

Rafsendibíllinn Renault Kangoo EV er fáanlegur hjá BL við Sævarhöfða. Kangoo EV er einn af fyrstu rafsendibílunum. Bíllinn er bæði fáanlegur sem tveggja sæta sendibíll og fimm sæta fólskbíll.Reynsluakstursbílllinn var tveggja sæta sendibíll, hann var þar að auki búinn sætishita og upphituðum speglum.

Rafbíladagar í Öskju

Rafbílardagar hófust hjá Öskju í gær og standa yfir til 20. febrúar. Þar verður lögð áhersla á veglegt framboð 100% rafbíla, tvinn- og tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda.

Tesla hjarðuppfærsla náðist á myndband

Tesla bílar eru þeim eiginleika gæddir að hægt er að uppfæra hugbúnað þeirra í gegnum internet tengingu bílanna. Á meðan þetta gerist blikka stefnuljós bílanna. Myndband náðist af Tesla bifreiðum sem allar fara í uppfærslu í einu.

Hyundai Nexo er Nýorkubíll ársins að mati GQ

Tímaritið GQ í Bretlandi veitti í vikunni Hyundai Nexo verðlaunatitilinn Nýorkubíll ársins 2021 (Alternative Energy Car of the Year) á árlegu verðlaunahátíð sinni í London. Í umsögn dómnefndar er Hyundai hrósað fyrir sína djörfu einstöku þróunarleið sem farin var við hönnun aflgjafa Nexo og sem fáir aðrir framleiðendur hafi fetað við þróun nýrra orkugjafa fyrir samgöngur.

Maxus e-Deliver 3 - Góður kostur með mikla burðargetu

Maxus e-Deliver 3 er rafsendibíll frá bílaframleiðandanum Maxus, sem er ný kominn inn á íslenskan markað. Vatt ehf. er umboðsaðili Maxus á Íslandi, en Vatt er rekið af sömu aðilum og reka Suzuki á Íslandi og á sama stað í Skeifunni. Bíllinn er góður kostur fyrir fyrirtæki sem notast við sendibíla.

Elon Musk svarar víðfrægri gagnrýni á Tesla

Elon Musk mætti til viðtals hjá Sandy Munro, verkfræðing sem fékk mikla athygli fyrir að líkja smíðagæðum Tesla Model 3 við Kia á tíunda áratug síðustu aldar. Myndband af viðtalinu má finna í fréttinni.

Tesla inn­kallar 135 þúsund bif­reiðar vegna galla

Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst innkalla 135 þúsund Model S og Model X bifreiðar sem seldar voru í Bandaríkjunum vegna galla sem getur leitt til þess að snertiskjáir um borð í þeim hætta að virka.

Toyota byrjar árið á toppnum

Toyota var með flestar nýskráningar nýrra bíla á Íslandi í nýliðnum janúar. En 113 nýjar Toyota bifreiðar voru nýskráðar. Kia var í öðru sæti með 63 og Mitsubishi var í þriðja sæti með 54 nýskráningar.

Bílgreinasambandið og SVÞ í öflugt samstarf

Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hófu á dögunum öflugt samstarf með undirritun samstarfsyfirlýsingar. Markmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og í fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.