Bílar

Nýr Mercedes-Benz EQS er loftflæðilega hagkvæmasti götubíllinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
EQS.
EQS.

Mercedes-Benz EQS sem verður frumsýndur í apríl, nýtir tækni úr Mercedes-Benz S-Class og er samkvæmt Mercedes-Benz loftflæðilega hagkvæmasti götubíll sögunnar.

Til samanburðar hefur Tesla gefið út að nýtt útlit á Model S hafi loftmótstöðustuðul upp á 0,21 en EQS hefur samkvæmt Mercedes-Benz hefur EQS loftmótstöðustuðul upp á 0,20. Því lægra því betra, eða því lægra þeim því minni loftmótstaða.

Bíllinn nær þessum lága loftmótstöðustuðli, einna helst með AMG felgum sem undir honum eru sem eru afar háþróaðar. Einnig spilar Sport akstursstillingin hjálpar til, væntanlega lækkar bíllinn í stillingunni.

Innra rými í Mercedes-Benz EQS.

Yfirbygging bílsins ber þess skýr merki að honum er ætlað að kljúfa loftið einkar vel. línurnar eru mjúkar og heildar útlit bílsins ber þess merki að loftflæði hafi verið hönnuðum hans afar hugleikið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.