Bílar

Nýr Citroën ë-C4 100% rafbíll forsýndur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Citroën ë-C4 100% rafbíll
Citroën ë-C4 100% rafbíll

Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 100% rafbíl. Drægni skv. WLTP mælingu er 350 km á 100% hreinu rafmagni. Citroën ë-C4 rafbíll er með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við einstaklega nútíma- og tæknilegt innra rými.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Brimborg.

Nýr Citroën ë-C4 rafbíll með 350 km drægni á 100% hreinu rafmagni

Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 100% rafbíl á einstaklega hagstæðu verði frá 4.090.000 kr. með 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á 50 kWh drifrafhlöðunni. Drægni skv. WLTP mælingu er 350 km á 100% hreinu rafmagni. Citroën ë-C4 rafbíll er framdrifinn, frábær í akstri í snjó og því einstaklega hentugur við íslenskar aðstæður. Citroën ë-C4 rafbíll er með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við einstaklega nútíma- og tæknilegt innra rými með breiðum, mjúkum sætum, forhitun og ríkulegum staðalbúnaði. Citroën ë-C4 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti.

Citroën ë-C4 100% rafbíll

Löng forsýning frá 23. – 27. febrúar í sýningarsal Citroën

Forsýningin hófst 23. febrúar og stendur til 27. febrúar. Forsala á Citroën ë-C4 100% rafbíl hefur gengið afar vel og hefur fjöldi kaupanda þegar tryggt sér nýjan Citroën ë-C4 rafbíl til afhendingar á næstu vikum. Nú er loks hægt að skoða og prófa því fyrstu tveir sýningar- og reynsluakstursbílarnir eru komnir í sýningarsal Citroën að Bíldshöfða 8 í Reykjavík.

Ríkulegur staðalbúnaður og þægindi í hæsta flokki

Citroën bílar eru þekktir fyrir þægindi í hæsta flokki og er Citroën ë-C4 rafbíll þar engin undantekning. Innrétting er nútímaleg og tæknileg. Ríkulegur staðalbúnaður prýðir Citroën ë -C4. Í grunnbúnaði er snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun sem tryggir heitan bíl þegar hentar, varmadæla sem eykur virkni miðstöðvar og drægni bíls, 10” snjallsnertiskár í mælaborði, snjallhemlun sem virkar í myrkri og greinir gangandi og hjólandi vegfarendur, ökumannsvaki, hraðastillir, veglínustýring sem aðstoðar við að halda stefnu á vegi, tölvustýrð miðstöð með loftkælingu og 18” álfelgur svo fátt eitt sé nefnt.

Hin byltingarkennda fjöðrun Citroën ë-C4 er afar einföld en snjöll og áhrifarík og skilar einstaklega mjúkri og skemmtilegri akstursupplifun. Hefðbundinn fjöðrunarbúnaður er byggður upp af gormi og dempara með gúmmípúða í enda fjöðrunar en Citroën bætir við vökvastoppara að ofan og neðan í demparanum sjálfum.

Innra rými í Citroën ë-C4

Snjallmiðstöð og fjarstýrð forhitun tryggir heitan bíl þegar hentar

Citroën ë-C4 rafbíll er með snjallmiðstöð með tímastillingu á forhitun á innra rými sem tryggir ávallt heitan bíl. Hægt er að tímastilla forhitun alla vikudagana fyrirfram, einfalt og þægilegt. Fjarstýrð virkni gerir kleift að fjarstýra forhitun í MyCitroën® appinu. Einnig er einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyCitroën® appinu ásamt því að vera með yfirsýn um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði.

Aðeins 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð

Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðu Citroën ë-C4 með íslenskri raforku á 5 til 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu eða í 80% drægni á 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð. Rafmagnsvélin gerir það mögulegt að endurheimta stöðuorku sem verður tiltæk við hemlun eða þegar slegið er af gjöfinni. Þá hleður bíllinn drifrafhlöðuna og nýtir þannig orku sem ella hefði farið til spillis og eykur þannig drægni bílsins á hreinu rafmagni. (B-stilling í sjálfskiptingu)

Verð frá 4.090.0000 kr. og græn fjármögnun

Brimborg býður Citroën ë-C4 rafbíl á einstaklega hagstæðu verði eða aðeins frá 4.090.000 kr. Brimborg býður bílaskipti úr eldri bíl upp í nýjan Citroën ë-C4 100% rafbíl sem gildir sem útborgun og með grænni fjármögnun er mánaðargreiðslan aðeins 26.620 kr. á mánuði. Með bílaskiptum úr eldri bíl í nýjan þá sparast mikið í eldsneytiskaupum og lægri bifreiðagjöldum sem léttir mánaðargreiðsluna enn frekar. Mánaðargreiðslan í þessu dæmi miðast við innborgun eða uppítöku á eldri bíl á 2.000.000 kr. og 8 ára lán og er hlutfallstala kostnaðar í þessu dæmi 5,41%.

Hleðslustöð er auðvelt að fjármagna með bílakaupunum og fær kaupandi virðisaukaskattinn endurgreiddan bæði af hleðslustöðinni og uppsetningu hennar.

Citroën ë-C4 100% rafbíll

Örugg gæði Citroën með lengri ábyrgð hjá Brimborg

Örugg gæði Citroën ë-C4 100% rafbíls eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.

Auðvelt að skoða úrvalið af nýjum Citroën ë-C4 í Vefsýningarsalnum

Í Vefsýningarsal Brimborgar er að finna alla Citroën ë-C4 rafbíla sem eru væntanlegir til landsins. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Citroën.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.