Fleiri fréttir

Jóladagatal Samgöngustofu hefst á morgun

Jóladagatal Samgöngustofu hefur göngu sína á morgun, 1. desember. Að þessu sinni verður spurt úr þáttunum Úti í umferðinni þar sem Erlen umferðarsnillingur rifjar upp helstu umferðarreglurnar. Sérstök keppni er fyrir bekki grunnskóla.

Williams vinnur að raf-snekkju

Hátækni verkfræðideild Williams vinnur að raf-drifkerfi fyrir 40 feta lúxus snekkju. Hátækni verkfræðideild Williams er afsprengi Williams Formúlu 1 liðsins.

Nýr Peugeot 3008 á leiðinni til landsins

Glænýr Peugeot 3008 er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann í bensín, dísil og í tengiltvinn rafútfærslu með ríkulegum staðalbúnaði, sjö ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Rafbíllinn Mazda MX-30 með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP

Nýi rafbíllinn Mazda MX-30, fær 5 stjörnur í nýjasta árekstrarprófi Euro NCAP. Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda kom vel út í öryggisprófun hjá Euro NCAP öryggisstofnunni og fékk fimm stjörnur. EuroNCAP er í eigu bifreiðaeigandafélaga í Evrópu og sér um árekstrarpróf og mat öryggis nýrra bíla.

Rafbílaframleiðandinn Arrival ætlar á markað

Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG.

Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni

Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð.

Nýir Peugeot bílar með sjö ára ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Peugeot bíla með víðtækri sjö ára ábyrgð auk átta ára ábyrgðar á drifrafhlöðu rafbíla, samkvæmt fréttatilkynningu frá Brimborg.

Mercedes-Benz fjárfestir í framleiðslu rafbíla

Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz, það samsvarar um 118 milljörðum króna.

Nissan LEAF áreiðanlegasti notaði rafbíllinn í Bretlandi

Rafbíllinn Nissan LEAF var á dögunum útnefndur áreiðanlegasti notaði rafbíllinn á breska markaðnum af tryggingafélaginu Warrantywise í Bretlandi sem sérhæfir sig í sölu framhaldsábyrgða á bílum eftir að framleiðsluábyrgð þeirra lýkur.

Citroën með 7 ára ábyrgð

Nýir Citroën bílar frá Brimborg eru nú með sjö ára ábyrgð og átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð fyrir fólksbíla og sendibíla.

Hyundai i20 vann aftur Gullna stýrið

Hin nýja kynslóð Hyundai 120 hlaut í liðinni viku Gullna stýrið hjá þýska dagblaðinu Bild am Sonntag sem birt er í nýjasta tölublaði Auto Bild.

Kia Sorento vinnur Gullna stýrið

Nýr Kia Sorento var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri en tilkynnt var um verðlaunin í Þýskalandi í gær. Kia Sorento hafði betur í úrslitum við Aston Martin DBX og BMW X6 í flokki stórra sportjeppa.

Fylgja þarf fyrirmælum framleiðenda um tjónaviðgerðir í hvívetna

Undanfarna daga hefur verið fjallað nokkuð um tjón á nýlegum Nissan Leaf eftir umferðaróhapp árið 2019 sem olli skemmdum á rafhlöðu bílsins. BL hefur fylgst með málinu frá því að haft var samband við fyrirtækið vegna skyndilegra skertra afkasta rafhlöðu bílsins. BL hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Toyota var með flestar nýskráningar í október

Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin.

Sjá næstu 50 fréttir