Bílar

Myndband: Porsche Taycan keyrir utan í einn bíl og ofan á annan

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Myndband af ökumanni Porsche Taycan bifreiðar sem reynir að leggja í brattri innkeyrslu hefur vakið mikla athygli á internetinu. Ökumaðurinn virðist hafa ruglast á inngjöf og bremsu.

Bíll eins og Taycan sem skilar aflinu nánast rakleiðis í malbikið er fljótari að valda skaða og tjónið verður oft meira þegar óhöpp verða, þar sem ökumaður ruglast á inngjöf og bremsum. Bíllinn er yfirleitt kominn fyrr á meiri ferð.

Umrætt myndband sýnir Taycan bifreið koma að húsi og nema staðar í innkeyrslunni. Nánast um leið og bíllinn stöðvast rýkur hann af stað og lendir á einum bíl, sem virðist vera Renault Scenic og lendir svo ofan á BMW 1, bláum að lit, eftir að hafa farið fram af vegg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×