Fleiri fréttir

William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar

Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu.

Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs

Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni.

Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði.

Ljón í vegi raf­væðingar bíla­flota Evrópu og Banda­ríkjanna

Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum.

Skatta­mál og lofts­lags­mál helsti á­steytingar­steinninn

Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum.

Líkamshlutarnir af 24 ára gömlum karlmanni

Tvennt hefur verið ákært eftir að lögregla á Grænlandi bar kennsl á líkamshluta sem fundust í sorpbrennslustöð í bænum Ilulissat fyrr í þessum mánuði. Líkamshlutarnir reyndust af 24 ára gömlum grænlenskum karlmanni.

Staðfesta dánarorsök Petito

Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar.

„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“

Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins.

Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan

Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans.

Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus

Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna.

Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst.

Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins

Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna.

Loksins laus við gúmmí­dekk eftir tvö erfið ár

Dýralífsyfirvöld í Colorado-fylki í Bandaríkjunum segja að gúmmídekk sem hefur verið fast utan um háls skógarhjartar í tvö ár hafi loksins náðst af honum. Vandinn fólst ekki í að ná dekkinu af heldur að klófesta sjálfan hjörtinn sem hefur runnið úr greipum yfirvalda á svæðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Geimfari náði mynd af þotu á flugi

Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa annað sjónarhorn á Jörðina en við hin. Það sést glögglega á ljósmynd sem bandaríski geimfarinn Megan McArthur náði úr geimstöðinni á dögunum.

Vill leggja meiri áherslu á að bæta líf þegna sinna

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði eftir því í gær að embættismenn sínir legðu meiri áherslu á að bæta líf íbúa landsins. Það væri nauðsynlegt vegna verulega slæms ástands efnahags landsins.

Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns

Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári.

Segir Lennon hafa sundrað Bítlunum

Bítillinn Paul McCartney segist hafa í tæp fimmtíu ár ranglega verið sakaður um að bera ábyrgð á því að hljómsveitin goðsagnakennda hætti. Í nýju viðtali segir hann John Lennon hafa gengið frá Bítlunum.

Card, Angrist og Imbens fá Nóbelinn í hag­fræði

Sænska akademían tilkynnti í morgun að Kanadamaðurinn David Card annars vegar og hinn bandarísk-ísraelski Joshua D. Angrist og hollensk-bandaríski Guido W. Imbens hins vegar hafi hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans.

Dæmdir í þrjá­tíu ára fangelsi fyrir morð á hollenskum lög­manni

Dómstóll í Hollandi hefur dæmt tvo menn í þrjátíu ára fangelsi vegna morðsins á lögmanninum Derk Wiersum í september 2019. Lögmaðurinn var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Buitenveldert í Amsterdam og vakti málið mikinn óhug meðal hollensku þjóðarinnar.

Hætta rann­sókn á máli Andrésar prins

Lögregla í London hefur hætt rannsókn vegna ásakana á hendur hinum 61 árs Andrési prins vegna ásakana um kynferðisbrot. Andrés hefur neitað sök í málinu.

Bannað að fjarlægja verju í miðjum klíðum

Ólöglegt er nú að fjarlægja smokk án samþykkis samkvæmt nýjum lögum sem ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum staðfesti í síðustu viku. Kalifornía varð þá fyrsta ríkið til að banna slíkt hátterni

Gríðar­leg flóð í norður­hluta Kína

Gríðarleg flóð í norðurhluta Kína hafa haft áhrif á 1,8 milljónir manna á svæðinu eftir að látlausar rigningar í síðustu viku urðu til þess að hús hrundu til grunna og aurskriður fóru af stað í rúmlega sjötíu sýslum og borgum í Shanxhi-héraði.

Loks slakað á sótt­varna­reglum eftir 107 daga gildis­tíma

Ástralska borgin Sydney hefur nú loks slakað á hörðum sóttvarnareglum sem voru í gildi í heila 107 daga vegna kórónuveirufaraldursins. Á miðnætti stóð fólk í biðröðum fyrir utan verslanir og veitingastaði sem opnuðu loks dyr sínar fyrir gestum.

Af­hentu FBI ríkis­leyndar­mál í sam­loku og tyggjó­pakka

Bandarísk hjón hafa verið handtekin og ákærð vegna gruns um njósnir og sölu á leyndarmálum í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum sem bandarísk yfirvöld hafa yfir að ráða. Hjónin töldu sig hafa átt í samskiptum við fulltrúa ríkisstjórnar erlends ríkis, sem var í raun útsendari bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.

Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli

Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir