Fleiri fréttir

Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19

Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni.

Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur

Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni.

Án matar frá ferðamönnum fara apar ránshendi um heimili

Apar á Balí í Indónesíu herja nú á þorpsbúa og fara ránshendi um heimili í leit að mat. Faraldur Nýju kórónuveirunnar hefur valdið því að engir ferðamenn er á svæðinu sem gefa öpum reglulega mat eins og banana og hnetur og því hafa aparnir þurft að leita á önnur mið.

Ný eldflaug sprakk í loft upp í fyrsta geimskotinu

Alpha, ný eldflaug bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace, sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak frá Kaliforníu í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem eldflaug af þessari gerð er skotið á loft en fyrirtækið hefur unnið að þróun þeirra í nokkur ár.

Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann

Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi.

Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum

Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum.

Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega.

Suga hyggst hætta sem for­sætis­ráð­herra

Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður Frjálslynda flokksins á landsfundi síðar í mánuðinum. Hann mun því hætta sem forsætisráðherra eftir um ár í embættinu.

Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur

Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur.

Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum

Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni.

Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember

Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag.

Herða tökin á sjónvarpsstöðvum og banna „kvenlega“ leikara

Yfirvöld í Kína hafa skipað sjónvarpsstöðvum þar í landi að ráða ekki listamenn sem þykja of kvenlegir og hafi rangar pólitískar skoðanir. Þau beri forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvanna að byggja upp andrúmsloft sem ýti undir ættjarðarást.

Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku

Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman.

Þýskir Jafnaðar­menn á mikilli siglingu

Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi.

Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi.

Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum

Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum.

NASA leitar hugmynda um tungljeppa

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður.

Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga.

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi

Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

Norður-Kórea af­þakkar kínverskt bólu­efni

Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N

Sac­kler fjöl­skyldan gæti misst Pur­du­e Pharma í dag

Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi.

Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón

Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast.

Sjá næstu 50 fréttir