Fleiri fréttir

List­haug sækist eftir að leiða Fram­fara­flokkinn

Sylvi Listhaug, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Noregs, hefur sagst reiðubúin að taka við formennsku í Framfaraflokknum, treysti flokksmenn henni til þess. Siv Jensen tilkynnti um afsögn sína sem formaður í gær og að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum næsta haust.

Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax

Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur.

„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“

Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi.

Per­serverance lent á Mars

Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni.

Sætir gagn­rýni fyrir frí á meðan vetrar­stormar ganga yfir ríkið

Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna.

Bein útsending: Sjö mínútur af ótta

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár.

Jensen stígur til hliðar

Siv Jensen ætlar að hætta sem formaður norska Framfaraflokksins. Þetta sagði hún á blaðamannafundi í þinghúsinu rétt í þessu.

Dæmdur fyrir að hósta á lög­reglu og hrópa „kóróna“

Hæstiréttur í Danmörku hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa hóstað á tvo lögreglumenn og hrópað „kóróna“. Maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, en sömuleiðis fyrir að hafa flúið frá lögreglustöð.

Ætla að lenda á Mars í kvöld

Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft.

John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af

Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.

Marg­faldur Ólympíu­fari tekur við em­bættinu af Mori

Seiko Hashimoto, japanskur ráðherra málefna Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur verið skipuð í embætti forseta undirbúningsnefndar leikanna í kjölfar afsagnar Yoshiro Mori vegna ummæla sinna um að konur tali of mikið.

Facebook lokar á fréttir í Ástralíu

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn.

Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri

Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum.

Verstu vetrarhörkur í manna minnum

Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu.

Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn

Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar.

Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum

Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum.

Spilavíti Trumps jafnað við jörðu

Trump Plaza spilavítið í Atlantic City í Bandaríkjunum var jafnað við jörðu í dag. Sprengiefni voru notuð til að láta háhýsið falla inn á sig og urðu engar skemmdir á öðrum byggingum sem stóðu þar nærri.

Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu

Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni.

„Ekkert merkilegt“ en sjónrænt eldgos í Etnu

Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, byrjaði að gjósa með látum gær og sendir reyk og ösku hátt til himins. Sérfræðingar á Sikiley segjast þó hafa séð það verra og er eldgosið ekki sagt ógna nærliggjandi byggðum en þrjú þorp eru vöktuð.

Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína

Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína.

Hafa boðað til kosninga á Græn­landi

Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta.

Minnst ellefu látnir vegna af­taka­veðurs

Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi.

Suu Kyi á­kærð vegna brota á lögum um náttúru­ham­farir

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar sem hefur verið í haldi frá því að herinn rændi völdum í byrjun febrúar, var í dag ákærð fyrir að hafa brotið lög um náttúruhamfarir. Ekki er ljóst hvað meint lögbrot varða.

Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.