Fleiri fréttir

Suu Kyi á­kærð vegna brota á lögum um náttúru­ham­farir

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar sem hefur verið í haldi frá því að herinn rændi völdum í byrjun febrúar, var í dag ákærð fyrir að hafa brotið lög um náttúruhamfarir. Ekki er ljóst hvað meint lögbrot varða.

Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins.

Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga

Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt.

Fjöru­tíu látnir eftir rútu­slys á Ind­landi

Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir að rúta fór af veginum á brú og hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi á Indlandi. Björgunaraðilum tókst að bjarga sex manns úr rútunni.

Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag

Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi.

Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt.

Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You.

Setja á fót nefnd til að rann­saka á­rásina á þing­húsið

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn.

Suu Kyi lengur í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Aung San Suu Kyi, kjörnum leiðtoga Mjanmar, var framlengdur í dag. Herinn hótar mótmælendum tuttugu ára fangelsisdómum.

Hóta því að fangelsa mótmælendur í tuttugu ár

Her Mjanmar hefur varað mótmælendur í landinu við því að þeir gætu verið dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar. Sömuleiðis gætu mótmælendur þurft að greiða háar sektir fyrir mótmæli gegn valdaráni hersins.

Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar.

Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans.

Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin

Skriðdrekar hafa sést á götum nokkurra borga í Mjanmar í dag þar sem her landsins freistar þess að bæla niður mótmælaöldu sem brotist hefur út í landinu eftir að herinn hrifsaði til sín völdin í byrjun þessa mánaðar. Lokað hefur verið fyrir internetið nær alfarið í allt kvöld en það er ekki í fyrsta sinn sem það hefur verið gert eftir að mótmælin brutust út.

Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar

Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju.

Fyrstu dauðs­föllin vegna ebólu í Gíneu frá 2016

Minnst þrír hafa látist vegna ebólusýkingar í Gíneu og fimm aðrir hafa greinst smitaðir af veirunni. Fólkið fór að sýna einkenni, uppköst, niðurgang og blæðingar, eftir að hafa verið viðstatt jarðarför.

Einn stærsti dagur mót­mælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um hand­tökur

Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust.

Þrjú smituð og öllu skellt í lás

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna.

Þekktir stjórnar­and­stæðingar verða hand­teknir

Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir.

Trump sýknaður

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot.

Hætta við að kalla til vitni

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.

Stór skjálfti undan strönd Japans

Skjálfti sem mældist 7,1 að stærð reið yfir austur af Japan um klukkan 14 í dag, eða klukkan rúmlega 23 að staðartíma.

109 starfsmenn greinst í hópsmiti á skíðasvæði

Hópsmit er komið upp á skíðasvæði í Colorado í Bandaríkjunum en að minnsta kosti 109 starfsmenn hafa greinst með Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld segja ekki um að ræða smit vegna samskipta við kúnna, heldur samgang utan vinnu og hópbúsetu.

Segja það mark­mið for­setans að loka Guantana­mo

Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti.

Sjá næstu 50 fréttir