Fleiri fréttir

Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar

Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa.

Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta

Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku.

Fimm og sex og sjö og... svindl?

Getraunayfirvöld í Suður-Afríku rannsaka nú hvort nokkuð misjafnt hafi átt sér stað þegar lottótölurnar í PowerBall lottóinu þar í landi voru dregnar út á dögunum.

Grunaði aldrei að nokkur annar byggi í íbúðinni

Kona sem grunuð er um að hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í grennd við Stokkhólm var sleppt úr haldi lögreglu eftir að sonur hennar var yfirheyrður í dag. Konan liggur þó enn undir grun í málinu. 

Sjáumst eftir fjögur ár!

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf þeim fregnum byr undir báða vængi í gær að hann hefði mögulega hug á því að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024.

Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi

Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða.

Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum

Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið.

Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu

Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug.

Ræktað kjöt samþykkt í fyrsta sinn

Matvælaeftirlitið í Singapúr hefur gefið græna ljósið á „kjúklingabita“ bandaríska fyrirtækisins Eat Just. Bitarnir eru úr raunverulegu kjúklingaprótíni en eru ræktaðir á tilraunastofu og því þarf ekki að slátra kjúklingi fyrir kjötið.

Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni

Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári.

Japanar mómtæla rússneskum eldflaugum á Kurileyjum

Forsvarsmenn herafla Rússlands tilkynntu í gær að búið væri að koma fyrir nýjum eldflaugum á eyjum sem Rússar stjórna í Kyrrahafinu. Japanar gera einnig tilkall til eyjanna og hafa mótmælt því að loftvarnakerfi af gerðinni S-300V4 hafi verið komið fyrir á eyjunum.

Rann­saka meintar mútu­greiðslur í skiptum fyrir náðanir

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu.

Jos­hua Wong dæmdur í 13,5 mánaða fangelsi

Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt hinn 24 ára Joshua Wong, einn helsta leiðtoga mótmælenda þar í landi, í þrettán og hálfs mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í ólöglegum mótmælum sem beindust gegn stjórnvöldum á síðasta ári.

Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press.

Eiga tvær heilbrigðar dætur eftir að hafa ættleitt áratugagamla fósturvísa

Molly og Emma eru heilbrigðar, yndislegar dætur Tinu og Ben Gibson. Molly fæddist í október sl. en Emma í nóvember 2017. Og hvað er svona merkilegt við það? Jú, báðar komu í heiminn eftir að Tina og Ben ættleiddu fósturvísa sem höfðu verið frosnir í 24 ár í tilviki Emmu og 27 ár í tilviki Molly.

Níu mánaða barn meðal látnu

Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis.

Leikarinn Elliot Page úr Juno er trans

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppið“ að vera komið á þann stað sem hán væri á í dag.

Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn

Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum.

Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast

Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar.

Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier

Minnst tveir eru látnir og eru minnst tíu sagðir hafa særst og þar af einhverjir alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag.

Óska eftir leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Biontech í Evrópu

Þýska lyfjafyrirtækið Biontech og bandaríski lyfjarisinn Pfizer hafa óskað eftir leyfi fyrir notkun á bóluefni þeirra gegn Covid-19 í Evrópu. Þau segja að fáist leyfið verði hægt að taka efnið í notkun fyrir lok þessa mánaðar.

Armenar skila þriðja og síðasta land­svæðinu til Asera

Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar.

Mesta eyðing regn­skóga í Brasilíu frá 2008

Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári.

Sjá næstu 50 fréttir