Fleiri fréttir

Japanar mómtæla rússneskum eldflaugum á Kurileyjum

Forsvarsmenn herafla Rússlands tilkynntu í gær að búið væri að koma fyrir nýjum eldflaugum á eyjum sem Rússar stjórna í Kyrrahafinu. Japanar gera einnig tilkall til eyjanna og hafa mótmælt því að loftvarnakerfi af gerðinni S-300V4 hafi verið komið fyrir á eyjunum.

Rann­saka meintar mútu­greiðslur í skiptum fyrir náðanir

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu.

Jos­hua Wong dæmdur í 13,5 mánaða fangelsi

Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt hinn 24 ára Joshua Wong, einn helsta leiðtoga mótmælenda þar í landi, í þrettán og hálfs mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í ólöglegum mótmælum sem beindust gegn stjórnvöldum á síðasta ári.

Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press.

Eiga tvær heilbrigðar dætur eftir að hafa ættleitt áratugagamla fósturvísa

Molly og Emma eru heilbrigðar, yndislegar dætur Tinu og Ben Gibson. Molly fæddist í október sl. en Emma í nóvember 2017. Og hvað er svona merkilegt við það? Jú, báðar komu í heiminn eftir að Tina og Ben ættleiddu fósturvísa sem höfðu verið frosnir í 24 ár í tilviki Emmu og 27 ár í tilviki Molly.

Níu mánaða barn meðal látnu

Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis.

Leikarinn Elliot Page úr Juno er trans

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppið“ að vera komið á þann stað sem hán væri á í dag.

Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn

Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum.

Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast

Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar.

Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier

Minnst tveir eru látnir og eru minnst tíu sagðir hafa særst og þar af einhverjir alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag.

Óska eftir leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Biontech í Evrópu

Þýska lyfjafyrirtækið Biontech og bandaríski lyfjarisinn Pfizer hafa óskað eftir leyfi fyrir notkun á bóluefni þeirra gegn Covid-19 í Evrópu. Þau segja að fáist leyfið verði hægt að taka efnið í notkun fyrir lok þessa mánaðar.

Armenar skila þriðja og síðasta land­svæðinu til Asera

Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar.

Mesta eyðing regn­skóga í Brasilíu frá 2008

Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári.

Sjá næstu 50 fréttir