Fleiri fréttir

Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari

Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér.

Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi

Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður.

Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi

Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum.

Danskir minkabændur ósáttir

Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis.

SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða.

Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur

Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla.

Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram

New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna.

Ljónum í Keníu fjölgar á ný

Svo virðist sem ljónastofninn í Keníu sé að stækka eftir að hafa lengi verið í viðkvæmri stöðu. Sérfræðingar höfðu spáð útrýmingu dýranna fyrir árið 2050 en einungis tvö þúsund ljón eru eftir í landinu.

Vissu að minkatilskipunin var ólögleg

Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg.

Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu

Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan.

Þaulsetinn forsætisráðherra Barein látinn

Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum.

Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum

Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar.

Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu

Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu.

Britney Spears varð ekki að ósk sinni

Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar.

Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens

Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku.

Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju

Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast.

Trump endurgeldur ekki greiða Obama

Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund.

Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig.

Páfar vissu af ásökunum á hendur kardinála í áratugi

Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum.

„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“

Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur.

Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir.

Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena

Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina.

Bjarga heiminum frá gull­námunni

Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi.

Sjá næstu 50 fréttir