Fleiri fréttir

Grant Imahara látinn

Rafmagnsverkfræðingurinn Grant Imahara er látinn, 49 ára að aldri. Imahara var einnig fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel.

Aftur þykir Boris ruglingslegur

Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands.

Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki

„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“

Kelly Preston látin

Preston lék í fjölmörgum kvikmyndum og þáttaröðum en hún er þekktust fyrir frammistöðu sína í Mischief (1985), Twins (1988) og Jerry Maguire (1996). Preston fæddist 13. október 1962 í höfuðborg Hawaii en réttu nafni hét hún Kelly Kamalelehua Smith.

Banna áfengi á ný vegna veirunnar

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.

Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku

Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl.

Pól­verjar kjósa sér for­seta í dag

Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum.

Ranglega greint frá andláti þingmanns

Alma Adams, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur beðist afsökunar eftir að hún deildi grein þar sem sagt var frá því að samflokksmaður hennar í fulltrúadeildinni, John Lewis, væri látinn af völdum krabbameins.

„Fordæmalaus og söguleg spilling“ Donalds Trumps

Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar.

Fimm létust í gísla­töku í kirkju

Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku.

25 ár liðin frá voða­verkunum í S­rebreni­ca

Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995.

Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag.

Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins.

Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar

Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“.

Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar

Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi.

Sjá næstu 50 fréttir