Fleiri fréttir

Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans

Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak.

Írakska þingið vill erlenda hermenn burt

Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst.

Tala látinna í Kambódíu fer hækkandi

Björgunaraðgerðum hefur verið hætt við rústir sjö hæða gistiheimilis sem var í byggingu í kambódíska strandbænum Kep en húsið hrundi á föstudag á meðan að iðnaðarmenn voru að störfum.

Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður

Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi.

Króatar velja á milli Milanovic og Grabar-Kitarovic

Króatískir ríkisborgarar sem búa yfir kosningarétti ganga til kjörstaðar í dag og er þar gert að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna í desember síðastliðnum.

Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa

Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum.

Lést eftir árás hákarls

Ástralskur kafari lést í dag nærri Cull-eyju í Esperance í Vestur-Ástralíu eftir að hafa orðið fyrir árás hvítháfs.

Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt.

Stal Harry Potter varningi fyrir tæpar sex milljónir króna

Starfsmaður Harry Potter myndvers Warner Bros rétt utan við London hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi eftir að hafa játað að hafa stolið miklu magni af Harry Potter varningi úr gjafabúð myndversins og selt á eBay.

Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar

Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja.

Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni

Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum.

Boðar frekari árásir á sveitir Íran

Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása samkvæmt varnarmálaráðherra ríkisins.

Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum

Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu.

Prófa sig áfram með íblöndun vetnis í gas

Aðstandendur tilraunaverkefnis á Bretlandi telja að hægt sé að draga úr losun á við 2,5 milljónir bíla með því að blanda 20% vetni út í jarðgas til húshitunar.

Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu

Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning.

Sjá næstu 50 fréttir