Fleiri fréttir

Nornirnar fuðra upp á báli Mueller

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi.

Stefnir í lokun stofnana vegna veggsins

Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó.

Óeining um ritskoðaða Kínaleitarvél Google

Starfsmenn Google eru sundraðir vegna áforma fyrirtækisins um að koma á fót ritskoðaðri leitarvél fyrir Kínamarkað. Google yfirgaf kínverskan markað fyrir átta árum.

Flugvél Merkel þurfti að nauðlenda

Angela Merkel Þýskalandskanslari mun missa af setningarhátíð leiðtogafundar G20-ríkjanna í Argentínu eftir að nauðlenda þurfti flugvél hennar skömmu eftir flugtak.

Trump aflýsir fundi með Pútín

Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda.

2018 fjórða heitasta árið

World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar.

Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs

Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu.

Trump útilokar ekki að náða Manafort

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik.

Mynda röð á fjallstindi í von um hina fullkomnu mynd

Afar vinsælt er á meðal ferðalanga í Nýja-Sjálandi á mynd af sér á toppi Roys Peak fjallsins. Fjallstindurinn er hins vegar orðinn svo vinsæll að algengt er að ferðalangar þurfi að bíða uppi á topp eftir að röðin komi að þeim til að ná hinni fullkomnu mynd.

Ótrúlega stórt naut vekur heimsathygli

Ástralska nautið Knickers hefur vakið talsverða athygli fyrir stærð sína en nautið gnæfir yfir félaga sína í nautahjörðinni í Vestur-Ástralíu.

Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB

Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu.

Heimsmeistari krýndur eftir bráðabana í dag

Það ræðst í dag hver verður næsti heimsmeistari í skák þegar núverandi heimsmeistari Magnus Carlsen og bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana tefla bráðabana á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum.

Flugmennirnir börðust við flugvélina frá upphafi til enda

Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn vélarinnar börðust við flugvélina um stjórn á flugvélinni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar.

Mega ekki senda heimilislausum smáskilaboð

Starfsmenn félagsþjónustunnar í Álaborg í Danmörku óttast nú að heimilislausir eða aðrir sem minna mega sín missi nú til dæmis af bókuðum tímum hjá læknum eða tímum hjá hinu opinbera til að fá greiddan framfærslustyrk.

Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum

Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi.

Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé

Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.

Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London

Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

May mætir Corbyn í Brexit-kappræðum

Theresa May forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, munu mætast í kappræðum um Brexit-samninginn þann 9. desember.

Sjá næstu 50 fréttir