Fleiri fréttir

Sacre bleu! Fengu skaðabætur fyrir að vera ávörpuð á ensku

Kanadisk hjón hafa fengið sér dæmdar eina og hálfa milljón króna í skaðabætur frá flugfélaginu Air Canada vegna þess að þau voru ekki uppvörtuð á frönsku. Hjónin eru frá Quebec þar sem þorri manna talar frönsku. Talsverður hluti íbúa fylkisins vill raunar sjálfstæði frá Kanada.

Gæti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttna

Carl B. Hamilton, þingmaður Þjóðarflokksins í Svíþjóð, leggur til að viðskiptavinir Systembolaget, sænsku áfengisverslunarinnar, geti fengið vörurnar sendar heim. Bindindissamtökin IOGT-NTO telja tillöguna ganga óþarflega langt og segja að þetta geti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttnanna.

Öflugur jarðskjálfti í Úsbekistan

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Ferghana dalinn í Úsbekistan og annar skjálfti upp á 6,2 á Richter varð í nágrannríkinu Kirgistan í gærdag.

Varað við mislingafaraldri

Meira en tólf þúsund manns greindust með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins, fleiri en allt árið í fyrra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við því að tilfellum fari fjölgandi, sérstaklega þar sem meira sé um mannfagnaði á sumrin. Stofnunin hvetur fólk því til að láta bólusetja sig fyrir sjúkdómnum.

Upphafið að löngum viðræðum

„Eftir eitt ár getum við vonandi verið komin með samkomulag um nýja sjávarútvegsstefnu,“ sagði Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eftir að hafa hlýtt á viðbrögð sjávarútvegsráðherra aðildarríkjanna við tillögum framkvæmdastjórnarinnar.

Vilja mann á loftstein 2025

Ómönnuð geimflaug Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) komst nýverið á braut um loftstein í loftsteinabeltinu á milli Mars og Júpíters.

Samræma þarf fitumörk barna

Hvenær er barn orðið svo þungt að heilsa þess skaðast? Og hvenær er skaðinn svo mikill að taka þarf barnið frá foreldrunum? Danski þjóðarflokkurinn segir að um þetta verði sveitarfélögin að vera sammála til þess að hægt sé að taka afstöðu til hvort alltof þung börn séu vanrækt.

Sjálfbær þróun næstu árin

Sjálfbær þróun sem dregur úr fátækt en varðveitir umhverfið verður meginviðfangsefni næstu fimm ára í starfi Ban Ki-moon hjá Sameinuðu þjóðunum.

Ísraelar stöðvuðu för skútu

Ísraelski herinn stöðvaði í gær för franskrar skútu sem stefndi í áttina að Gasaströnd. Ísraelsher segir skipverja ekki hafa sýnt neina mótstöðu.

Bregðast við neyðarástandi vegna þurrka

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að íslensk stjórnvöld muni verja 18,5 milljónum króna til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku, að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Feðgarnir segjast ekkert hafa vitað um hleranirnar

Í yfirheyrslum breskrar þingnefndar yfir eigendum og fyrrverandi framkvæmdastjóra vikublaðsins News of the World héldu þau öll því fram að þau hefðu ekkert vitað um ólöglegt athæfi á vegum blaðanna.

FBI handtók á annan tug tölvuhakkara

Gerðar voru 35 húsleitir víðsvegar um Bandaríkin í dag í umfangsmiklum aðgerðum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI þegar 16 einstaklingar voru handteknir. Hinir handteknu eru taldir vera tölvuhakkarar í Anonymous, laustengdum alþjóðlegum samtökum aðgerðasinna, sem undanfarna mánuði hafa beint spjótum sínum að fyrirtækjum og stjórnvöldum víðsvegar um heiminn.

Umhverfið æ mikilvægara

Rúmlega 90 prósent Evrópubúa segja umhverfið verða æ mikilvægara fyrir sig. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lét gera. Bágt efnahagsástand virðist ekki hafa dregið úr áhuga á umhverfisvernd og 89 prósent aðspurðra vilja láta setja meira fé í málaflokkinn.

Genin blönduðust utan Afríku

Nútímamenn blönduðust að einhverju leyti Neanderdalsmönnum í Evrópu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á genamengi nútímamannsins.

Sakaður um 4.400 morð til viðbótar

Saksóknari í Þýskalandi rannsakar nú hvort dæmdur fangavörður nasista í síðari heimsstyrjöldinni hafi átt þátt í dauða 4.400 manna í Flossenbuerg-fangabúðunum í Þýskalandi.

Evrópuþingið vill kynjakvóta

Evrópuþingið kallar eftir kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja innan Evrópusambandsins. Samkvæmt ályktun þingmanna á hlutfall kvenna í æðstu stöðum stærstu fyrirtækja innan ESB að ná 30% fyrir árið 2015 og 40% fyrir 2020. Ef þessum markmiðum verður ekki náð verður lagt fram lagafrumvarp til að ná þeim. Frá þessu er greint á vef Jafnréttisstofu.

Vill árásir á vestræn flugfélög

Íranskur klerkur hefur hvatt til árása á skrifstofur bandarískra og evrópskra flugfélaga. Bandaríkin og Evrópusambandið neita að afgreiða eldsneyti til íranskra flugvéla. Það er liður í refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna vegna deilna um kjarnorkuáætlunar Írans.

Glæpagengi hindra hjálparstarf

Sameinuðu þjóðirnar eiga í mikilum erfiðleikum við að hjálpa milljónum manna sem líða hungur og vatnsskort í Sómalíu. Þar vaða uppi vopnaðir hópar sem ekkert er hægt að treysta. Sameinuðu þjóðirnar neita að senda starfsmenn sína til svæða þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra.

Skógrækt mun þýðingarmeiri en áður var talið

Skógrækt og verndun skóga eru mun þýðingarmeiri í baráttunni gegn loftlagsbreytingum en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn sem tímaritið Nature Geoscience hefur birt en þar kemur fram að eyðing skóga hefur mun verri afleiðingar í för með sér en til þessa hefur verið sýnt fram á.

Murdoch vissi ekki neitt

Fyrirtækið News Corp sem heldur utanum rekstur fjölmiðla Rúperts Murdoch segir að óvandað fólk í lágum stöðum innan fyrirtækisins hafi svikið og gabbað stjórnendur þess, þar á meðal Murdoch sjálfan.

Borders bókabúðunum lokað

Næst stærsta bókabúðakeðja Bandaríkjanna er komin í þrot. Um 10 þúsund manns missa vinnuna þegar 399 bókabúðum í Bandríkjunum verður lokað. Verslanakeðjan Borders var opnuð árið 1971 og á velmektrarárum sínum rak hún yfir 1.250 verslanir í Bandaríkjunum.

Fylgi breska Íhaldsflokksins stendur í stað

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska blaðsins The Guardian stendur fylgi Íhaldsflokksins í stað, Verkamannaflokkurinn tapar þremur prósentustigum en Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun.

Murdoch feðgar og Brooks fyrir þingnefnd í dag

Þeir Rupert og James Murdoch eigendur News Corporation og Rebakah Brooks fyrrum ritstjóri News of the World munu koma fyrir þingnefnd á breska þinginu í dag til að svara spurningum þingmanna um hlerunarhneykslið hjá blaðinu New of the World.

Sinnuleysi vegna neyðar í Sómalíu, Keníu og Eþíópíu

"Söfnunin hefur gengið mjög hægt, enda hefur hún ekki fengið mikla kynningu í fjölmiðlum,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Barnaheill, sem nú reynir að útvega fé til aðstoðar fólki í Sómalíu, Kenía og Eþíópíu.

Petraeus lætur af störfum í Afganistan

David Petraeus hershöfðingi lét af störfum í gær sem yfirmaður fjölþjóðaliðsins í Afganistan. Við stöðu hans tekur John Allen. Petraeus tekur hins vegar við stöðu yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Fjölmiðlaveldi í uppnámi

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kallaði þjóðþing landsins saman á neyðarfund í gær til að ræða hleranamálið, sem hefur ekki aðeins grafið undan trausti fólks á fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch, sem kannski var þó eitthvað takmarkað fyrir, heldur einnig til bresku lögreglunnar og forsætisráðherrans sjálfs. Tíu manns hafa verið handteknir vegna málsins síðan í byrjun apríl, bæði vegna rannsóknar á símahlerunum blaðamanna fjölmiðlasamsteypunnar og vegna rannsóknar á því hvort breskir lögreglumenn hafi þegið fé frá fjölmiðlum Murdochs í skiptum fyrir upplýsingar.

14 ára drengur skotinn til bana

Fjórtán ára drengur var skotinn til bana í hörðum mótmælum í Túnis í gær. Stjórnvöld segja að hann hafi orðið fyrir slysaskoti.

Tugir hlaupast úr Sýrlandsher

Fjöldi sýrlenskra hermanna var sendur með þyrlum í gær til bæjarins al-Boukamal þar sem tugir hermanna höfðu gerst liðhlaupar og gengið til liðs við mótmælendur.

Gáfu mæðrum röng börn

Sjúkrahús í Victoria fylki í Ástralíu hefur viðurkennt að hafa fyrir mistök afhent tveimur mæðrum röng börn á fæðingadeild sinni síðastliðinn föstudag. Rannsóknir þarlendra miðla hafa í kjölfarið leitt í ljós að auðkennisruglingurinn ekkert einsdæmi á svæðinu.

Vildi bensíntankinn fullan af áfengi

Ellilífeyrisþegi frá Kúveit stoppaði bíl sinn við bensíndælu á bensínstöð í litlum bæ í landinum á dögunum. Þegar að afgreiðslumaðurinn gekk til hans og bauð honum aðstoð sína tjáði ökumaðurinn honum að hann skyldi bara fylla bílinn. En þegar afgreiðslumaðurinn var búinn að dæla bensíni á bílinn í nokkrar sekúndur varð ökumaðurinn alveg brjálaður.

Fundað í kjaradeilu flugmanna

Fundur í kjaradeilu flugmanna og Icelandair stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara. Óvíst er hvenær honum lýkur. Ef ekki næst samkomulag á fundinum kemur boðað yfirvinnubann flugmanna til framkvæmda klukkan tvö á morgun.

Fálmkennd viðbrögð Camerons vegna hlerunarhneykslisins

Forsætisráðherra Bretlands er undir miklum þrýstingi eftir að tveir hæst settu lögregluforingjar landsins sögðu af sér vegna hlerunarhneykslisins þar í landi. Breska þingið mun fresta því að fara í sumarfrí.

Mubarak í dái eða með svima

Hosni Mubarak, sem hrökklaðist frá völdum í Egyptalandi snemma árs, var í gær sagður hafa fengið heilablóðfall og liggja í dái.

Hergeymslur eyðilagðar

Herþotur á vegum NATO sprengdu snemma í gærmorgun vopnabúr og geymslur stjórnarhersins í austurhluta Trípolí, höfuðborgar Líbíu. Einnig var sprengjum varpað á fleiri skotmörk í borginni, þar sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafast við.

97 ára gamall ungverskur nasisti sýknaður

Hinn 97 ára gamli Sandor Kepiro var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi í Búdapest í dag, en hann var sakaður um að hafa fyrirskipað aftöku rúmlega 30 gyðinga og Serba í Serbíu árið 1942.

Sjá næstu 50 fréttir