Erlent

Samræma þarf fitumörk barna

Hvenær er barn orðið svo þungt að heilsa þess skaðast? Og hvenær er skaðinn svo mikill að taka þarf barnið frá foreldrunum? Danski þjóðarflokkurinn segir að um þetta verði sveitarfélögin að vera sammála til þess að hægt sé að taka afstöðu til hvort alltof þung börn séu vanrækt.

Heilbrigðisstarfsfólk í Danmörku hefur svo miklar áhyggjur af mikilli ofþyngd skólabarna að það hefur greint sveitarfélögunum frá þeim.

Starfsmenn á deild fyrir of þung börn á Holbæk-sjúkrahúsinu hafa á undanförnum tveimur árum greint sveitarfélögum frá 85 tilfellum. Í fimm tilfellum fengu fjölskyldurnar aðstoð frá sveitarfélagi sínu.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×