Fleiri fréttir Telja að David Cameron hafi sýnt dómgreindarskort Leiðarar margra breskra blaða í morgun fjalla um afsögn lögreglustjóra Lundúna og segja afsögnina varpa fram spurningu um dómgreindarskort hjá David Cameron forsætisráðherra Bretlands. 18.7.2011 07:43 Mikill meirihluti Norðmanna andvígur ESB aðild Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að tæplega 64% Norðmanna eru andvígir því að landið gangi í Evrópusambandið. Rúm 26% eru hinsvegar fylgjandi aðild. 18.7.2011 07:37 Hiltabeltisstormur skellur á Bahamaeyjar Íbúar á Bahamaeyjum eru nú að undirbúa sig undir komu hitabeltisstormsins Bret en talið er að hann muni skella á eyjarnar í dag. 18.7.2011 07:20 Banna geislavirkt nautakjöt í Fukushima Japönsk stjórnvöld ætla sér að banna allan útflutning á nautakjöti frá Fukushima héraðinu. Ástæðan er sú að geislavirkni hefur mælst í kjötinu. 18.7.2011 07:16 Harðir bardagar í olíuborginni Brega Uppreisnarmenn í Líbýu segja að þeir hafi átti í hörðum bardögum við hersveitir Muammar Gaddafi í úthverfum olíuborgarinnar Brega um helgina. 18.7.2011 07:02 Hörð viðbrögð almennings Casey Anthony á sér fáa stuðningsmenn í Bandaríkjunum þótt hún hafi verið sýknuð af ákæru um að hafa myrt barn sitt. Hópur fólks var viðstaddur þegar hún gekk í gær frjáls manneskja út úr fangelsinu í Orlando í Flórída, þar sem hún hefur dvalist í nærri þrjú ár meðan mál hennar var til meðferðar hjá dómstólum. 18.7.2011 07:00 Lögreglustjóri Lundúna segir af sér Sir Paul Stephenson, lögreglustjóri Lundúnaborgar hefur sagt af sér vegna tengsla sinna við fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch. 18.7.2011 06:54 Gæti fengið tólf ára fangelsi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á að mæta fyrir rétti í dag. Hann hefur þó tilkynnt að hann komist ekki þar sem hann mun funda með Giorgio Napolitano, forseta landsins. Berlusconi sætir ákærum fyrir mútur og að hafa borgað 17 ára stúlku fyrir kynlíf. Réttarhöld hefjast í báðum þessum málum í dag. 18.7.2011 05:00 Brýn þörf fyrir fjárhagsaðstoð Tony Lake, yfirmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir að ástandið á þurrkasvæðunum í Afríku muni versna á næstu mánuðum. Fólk hefur ekki mat og engin uppskera er væntanleg til að bæta úr matarskortinum. Hann segir að nú skipti öllu máli að útvega fjölskyldum aðstoð. 18.7.2011 03:30 Fundu nýtt krabbameinsgen Fundist hefur gen sem er tengt 70% af krabbameinum sem erfitt er að meðhöndla með hormónarmeðferðum. Genið fannst við rannsókn sem greint er frá í vísindaritinu Nature. 17.7.2011 14:15 Afganar tóku við stjórn Hersveitir NATO létu stjórn Bamiyanhéraðsins í hendur afganskra öryggissveita í dag. Þessar breytingar eru hluti af áætlun sem Hamid Karzai, forseti Afganistan, kynnti í mars. Til stendur að Afganar taki við stjórn sex héraða til viðbótar á næstunni og að erlendar hersveitir verði búnar að yfirgefa Afganistan að fullu árið 2014. Öryggissveitir frá Nýja Sjálandi verða staddar í Bamiyanhéraðinu um skeið en þær verða undir stjórn Afgana. 17.7.2011 14:25 Brooks handtekin vegna símhleranamálsins Rebekah Brooks, fyrrum stjórnandi hjá News International í Bretlandi, hefur verið handtekin í tengslum við símhleranamálin sem hafa skekið breskt samfélag að undanförnu. Brooks var handtekin eftir skýrslutökur á lögreglustöð í Lundúnum og er hún í gæsluvarðhaldi. Fram kemur á fréttavef BBC að þetta er tíunda handtakan í tengslum við ásakanir á hendur dagblaðinu News of the World um símhleranir. 17.7.2011 13:17 Chavez kominn aftur til Kúbu Hugo Chavez, forseti Venesúela, er aftur kominn til Kúbu til að gangast undir frekari meðferð við krabbameini. Chavez ræðir opinbskátt um veikindi sín í fjölmiðlum og tók meðal annars lyfin sín í beinni útsendingu. 17.7.2011 12:16 Tilkynna of feit börn til barnavernda Offita á meðal barna í Danmörku er orðið svo stórt vandamál að barnaverndanefndir í fjölmörgum sveitafélögum eru farnar að fá tilkynningar um vanrækslu barnanna frá heilbrigðisstarfsfólki, segir í danska blaðinu Politiken. 17.7.2011 10:40 Viðurkenndu að hafa keypt tennur úr rostungum Tveir Alaskabúar játuðu nýlega að hafa keypt tennur úr 100 rostungum af Eskímóum. Mennirnir voru handteknir í apríl með tennurnar og feldi af tveimur hvítabjörnum. Þeir höfðu keypt hlutina af veiðimönnum í skiptum fyrir peninga, byssur, sígarettur og að minnsta kosti einn snjóbíl. Innfæddir Alaskabúar mega veiða rostunga, en þeir mega ekki selja tennurnar úr þeim. 16.7.2011 14:39 Dalai Lama hittir forseta Bandaríkjanna í dag Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hittir í dag Dalai Lama andlegan leiðtoga Tíbeta. Hvíta húsið sendi út fréttatilkynningu um fundinn í gær, en Dalai Lama yfirgefur Bandaríkin í dag eftir 11 daga dvöl í Washington. Hvíta húsið segir að Fundur Obama og Dalai Lama sýni stuðning forsetans við málstað Tíbeta, en þeir berjast sem kunnugt er, fyrir sjálfstæði frá Kína. Dalai Lama hefur verið í útlegtð frá heimalandi sínu frá árinu 1959 vegna baráttu sinnar fyrir málstaðnum. 16.7.2011 10:55 Fjölmiðlakóngur biðst afsökunar Helstu blöð Bretlands birta í dag heilsíðuauglýsingar frá Rupert Murdoch vegna þess sem hann kallar alvarlegar misgjörðir News of the World. Í auglýsingunni segir „Okkur þykir fyrir þeim alvarlegu misgjörðum sem átt hafa sér stað.". Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri News of the World og Les Hinton, stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu News Corporation, sögðu upp störfum í gær vegna símahlerunarhneykslis sem skekið hefur Bretland að undanförnu. 16.7.2011 09:30 Skuldaþref á Bandaríkjaþingi „Ef þeir sýna mér alvöru áætlun, þá er ég tilbúinn,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti sem hvetur þing landsins til að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna og niðurskurð útgjalda. 16.7.2011 00:15 Jennifer Lopez að skilja Stórstjörnurnar Jennifer Lopez og Marc Anthony eru að skilja. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau sendu tímaritinu People í kvöld. 15.7.2011 22:01 Lofar öllum landsmönnum Argentínu flatskjáum Forseti Argentínu, Cristina Fernandez, tilkynnti á dögunum heldur sérkennileg kosningaloforð. Eitt loforðið, eða átakið öllu heldur, kallast: "Sjónvarp fyrir alla!“ 15.7.2011 21:00 Opinber afsökunarbeiðni Rupert Murdoch Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur gefið út opinbera afsökunarbeiðni þar sem hann biðst velvirðingar á því hvernig vikuritið News of the World bar sig að við fréttaskrif, en Murdoch tók þá ákvörðun fyrir stuttu að leggja útgáfu blaðsins niður. Vikublaðið breska kom út í síðasta skipti mánudaginn 11. júlí, eftir að hafa verið starfandi í 168 ár frá stofnun þess árið 1843. 15.7.2011 16:00 Þúsundir á flótta undan eldgosi Tugþúsundir manna eru á flótta undan eldgosi sem hófst í gærkvöldi á eynni Sulawesi í Indónesíu. Gosið kom ekki á óvart þar sem miklar jarðhræringar hafa verið á þessum slóðum undanfarna daga. Búið var að skilgreina 3,5 kílómetra hættusvæði umhverfis eldfjallið Lokon. 15.7.2011 12:21 Bin-Laden vildi gera afmælisárás Þegar Osama bin-Laden var ráðinn af dögum átti hann í viðræðum við aðgerðastjóra sinn um enn eina árás á Bandaríkin. Árásina átti að gera hinn 11. september næstkomandi á tíu ára afmæli árásanna á New York. 15.7.2011 11:10 Murdoch forstjóri hrökklast úr starfi Rebekha Brooks forstjóri fjölmiðlaveldis Ruberts Murdoch í Bretlandi hefur sagt af sér. Hún er fyrrverandi ritstjóri News of The World, blaðsins sem fyrst varð uppvíst að því að hlera síma þúsunda þekktra Breta, þar á meðal konungsfjölskyldunnar. 15.7.2011 09:28 Sprengja sprakk í Malmö Sprengja sprakk við myndbandaleigu í Malmö í Svíþjóð í nótt. Engin meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á nálægum húsum. Fyrir ofan myndbandaleiguna eru íbúðir og var íbúum þar verulega brugðið. Þeir urðu ekki varir við grunnsamlegar mannaferðir áður en sprengjan sprakk enda flestir í fasta svefni á þessum tíma. Sprengjunni var komið fyrir við inngang myndbandaleigunnar. 15.7.2011 08:31 Naser Khader fór í leynilega ferð til Sýrlands Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku, fór í fimm daga leynilega ferð til Sýrlands í vikunni og ræddi við heimamenn um ástandið í landinu. Hvork dönsk né sýrlensk stjórnvöld vissu af ferðum hans. Khader fæddist í Sýrlandi en flutti 11 ára gamall til Danmerkur. Hann hefur verið áberandi í dönskum stjórnmálum undanfarin ár. 15.7.2011 08:20 Eva Joly mælist með 7-9% fylgi Eva Joly, forsetaefni Græningja í Frakklandi og fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi, mælist með 7-9% stuðning í skoðanakönnunum, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 22. apríl á næsta ári. Í seinni umferð kosninganna verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni. 15.7.2011 07:57 Kveikti í einni stærstu stafkirkju Noregs 17 ára norskur unglingsdrengur hefur viðurkennt að hafa borið eld að einni stærstu timburkirkju Noregs fyrr á þessu ári, en hún brann til grunna. Kirkjan var byggð fyrir rúmum 250 árum og stóð í bænum Porsgrunn suðvestur af höfuðborginni Osló 15.7.2011 07:55 FBI rannsakar Murdoch og hleranir í Bandaríkjunum Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans því bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort fjölmiðlar í hans eigu hafi brotið gegn fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 15.7.2011 06:56 Hillary hættir á næsta ári Hillary Clinton hyggst láta af störfum sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næsta ári óháð því hvort Barack Obama verður endurkjörinn forseti. Hún segist vera orðin þreytt á stanslausum ferðalögum sem fylgi starfinu og hún vilji þess í stað eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og vinum. 15.7.2011 06:54 Fundu sjaldgæfa snæhlébarða Sjaldgæfir snæhlébarðar hafa fundist í fjöllum í norðausturhluta Afganistans. Hlébarðarnir eru við góða heilsu að sögn náttúruverndarsinna sem hafa rannsakað málið. 15.7.2011 06:00 Suður-Súdan er komið í hópinn Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkti í gær inngöngu Suður-Súdans í samtökin. Suður-Súdan er þar með formlega orðið 193. ríki Sameinuðu þjóðanna. 15.7.2011 02:00 Saga samkynhneigðra kennd Bandaríkin, APJerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, undirritaði í gær ný lög, sem gera skólum í landinu skylt að kenna sögu samkynhneigðra. 15.7.2011 00:30 Deilur harðna um skuldaþak Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta. 15.7.2011 00:00 Fannst látinn í lendingarbúnaði flugvélar Lík 23 ára gamals kúbversks manns fannst í rými lendingarbúnaðar í flugvél sem flaug frá Havana til Madrídar í gær. Verið er að rannsaka dánarorsök mannsins en yfirvöld á Spáni gátu samkvæmt fréttavef the Washington Post engar frekari upplýsingar gefið um málið. 14.7.2011 13:10 Mannfall í minningarathöfn um forsetabróður Fjórir eru látnir eftir að sprengja sprakk í mosku í Kandahar í Afganistan þar sem fram fór minningarathöfn um Ahmed Wali Karzai, hálfbróðir Hamids Karzai forseta Afganistans. Ekki liggur fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuáras hafi verið að ræða. Hálfbróðirinn var skotinn til bana á heimili sínu fyrr í vikunni. Fjölmenni var við minningarathöfnina en sprengjan sprakk í lok hennar. Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um árásina hvort forsetinn hafi viðstaddur athöfnina. 14.7.2011 08:34 William og Isabella vinsælust í Danmörku Nöfn tengd konungsfjölskyldunni eru vinsælustu nöfnin í Danmörku. Á síðasta ári var William vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna en Isabella hjá meybörnum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem danska hagstofan hefur birt og fjallað er um á vef Berlingske Tidende. 14.7.2011 08:25 Lokuðu yfir milljón vefsíðum Kínversk stjórnvöld lokuðu 1,3 milljón vefsíðum á síðasta ári. Aðgerðirnar tengjast að þeirra sögn ekki takmörkunum á málfrelsi í landinu. 14.7.2011 08:21 Fótboltabullur slógust í miðborg Stokkhólms Nokkrir eru sárir eftir að tveimur hópum fótboltabullna laust saman í miðborg Stokkhólms í gær. Um var að ræða þröngan hóp stuðningsmanna grannaliðina AIK og Hammarby sem eldað hafa grátt silfur saman um árabil og ítrekað komist í kast við lögin. Í átökunum í gær tókust hátt í 60 bullur harkalega á og þurfti lögregla að skakka leikinn. Barefli og litlir hnífar fundust á nokkrum ofbeldismannanna en enginn særðist alvarlega í átökunum. 14.7.2011 08:18 Eltihrellir Halle Berry settur í bann Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hefur fengið nálgunarbann á karlmann sem virðist hafa þróað með sér sérstakt dálæti á leikkonunni. Á undanförnum dögum hefur hann ítrekað mætt fyrir utan heimili hennar í Hollywood, bankað á dyrnar og farið inn í garð þrátt fyrir öryggisgæslu. Maðurinn sem 27 ára var í framhaldinu handtekinn og færður í fangaklefa. 14.7.2011 08:17 Hátt í 700 lögregluforingjar reknir Hátt í 700 lögregluforingjar í egypsku lögreglunni hafa verið reknir vegna aðkomu þeirra að drápum á mótmælendum fyrr á árinu. Þá mótmæltu milljónir Egypta og kröfðust umbóta og afsagnar Hosni Mubarak, þáverandi forseta landsins. Talið er að allt að þúsund mótmælendur hafi verið myrtir í átökunum. 14.7.2011 08:03 Óttast hrinu hryðjuverka Hrina hryðjuverka vofir yfir Indverjum eftir að þrjá sprengjur sprungu í helstu viðskiptaborg landsins í gær. Enginn hefur lýst ábyrgð á ódæðinu. 14.7.2011 07:57 Pappírslausir skólar í S-Kóreu Suður-KóreaSkólayfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að allir skólar landsins verði pappírslausir árið 2015. Þá eiga nemendur að lesa allar námsbækur í lestölvum að undanskildum þeim yngstu sem í byrjun fá að lesa bæði bækur úr pappír og bækur í lestölvu. 14.7.2011 06:00 Sker upp herör gegn fíkniefnaneyslu Neytendum metamfetamíns hefur fjölgað mikið í Taílandi síðustu ár. Stjórnvöld ætla að skera upp herör gegn eiturlyfjaneyslunni. Í Taílandi eru ein hörðustu viðurlög í heimi gegn sölu og smygli á fíkniefnum. Um tíma voru þeir sem fundnir voru sekir um slíkt teknir af lífi. Neytendum metaamfetamíns hefur fjölgað um hundrað þúsund síðastliðin sex ár og er talið að þeir séu nú um 1,1 milljón talsins. Neyslan er mest í röðum byggingaverkamanna, að sögn breska dagblaðsins Guardian. 14.7.2011 05:00 Sneiða hjá íslensku vanköntunum „Þetta þýðir það að verði þessar tillögur samþykktar þá ætti að verða tiltölulega auðvelt fyrir Íslendinga að komast að ásættanlegum niðurstöðum í samningum um sjávarútvegskaflann í aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðingur um tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri sjávarútvegsstefnu, sem á að koma í staðinn fyrir núverandi stefnu. 14.7.2011 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Telja að David Cameron hafi sýnt dómgreindarskort Leiðarar margra breskra blaða í morgun fjalla um afsögn lögreglustjóra Lundúna og segja afsögnina varpa fram spurningu um dómgreindarskort hjá David Cameron forsætisráðherra Bretlands. 18.7.2011 07:43
Mikill meirihluti Norðmanna andvígur ESB aðild Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að tæplega 64% Norðmanna eru andvígir því að landið gangi í Evrópusambandið. Rúm 26% eru hinsvegar fylgjandi aðild. 18.7.2011 07:37
Hiltabeltisstormur skellur á Bahamaeyjar Íbúar á Bahamaeyjum eru nú að undirbúa sig undir komu hitabeltisstormsins Bret en talið er að hann muni skella á eyjarnar í dag. 18.7.2011 07:20
Banna geislavirkt nautakjöt í Fukushima Japönsk stjórnvöld ætla sér að banna allan útflutning á nautakjöti frá Fukushima héraðinu. Ástæðan er sú að geislavirkni hefur mælst í kjötinu. 18.7.2011 07:16
Harðir bardagar í olíuborginni Brega Uppreisnarmenn í Líbýu segja að þeir hafi átti í hörðum bardögum við hersveitir Muammar Gaddafi í úthverfum olíuborgarinnar Brega um helgina. 18.7.2011 07:02
Hörð viðbrögð almennings Casey Anthony á sér fáa stuðningsmenn í Bandaríkjunum þótt hún hafi verið sýknuð af ákæru um að hafa myrt barn sitt. Hópur fólks var viðstaddur þegar hún gekk í gær frjáls manneskja út úr fangelsinu í Orlando í Flórída, þar sem hún hefur dvalist í nærri þrjú ár meðan mál hennar var til meðferðar hjá dómstólum. 18.7.2011 07:00
Lögreglustjóri Lundúna segir af sér Sir Paul Stephenson, lögreglustjóri Lundúnaborgar hefur sagt af sér vegna tengsla sinna við fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch. 18.7.2011 06:54
Gæti fengið tólf ára fangelsi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á að mæta fyrir rétti í dag. Hann hefur þó tilkynnt að hann komist ekki þar sem hann mun funda með Giorgio Napolitano, forseta landsins. Berlusconi sætir ákærum fyrir mútur og að hafa borgað 17 ára stúlku fyrir kynlíf. Réttarhöld hefjast í báðum þessum málum í dag. 18.7.2011 05:00
Brýn þörf fyrir fjárhagsaðstoð Tony Lake, yfirmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir að ástandið á þurrkasvæðunum í Afríku muni versna á næstu mánuðum. Fólk hefur ekki mat og engin uppskera er væntanleg til að bæta úr matarskortinum. Hann segir að nú skipti öllu máli að útvega fjölskyldum aðstoð. 18.7.2011 03:30
Fundu nýtt krabbameinsgen Fundist hefur gen sem er tengt 70% af krabbameinum sem erfitt er að meðhöndla með hormónarmeðferðum. Genið fannst við rannsókn sem greint er frá í vísindaritinu Nature. 17.7.2011 14:15
Afganar tóku við stjórn Hersveitir NATO létu stjórn Bamiyanhéraðsins í hendur afganskra öryggissveita í dag. Þessar breytingar eru hluti af áætlun sem Hamid Karzai, forseti Afganistan, kynnti í mars. Til stendur að Afganar taki við stjórn sex héraða til viðbótar á næstunni og að erlendar hersveitir verði búnar að yfirgefa Afganistan að fullu árið 2014. Öryggissveitir frá Nýja Sjálandi verða staddar í Bamiyanhéraðinu um skeið en þær verða undir stjórn Afgana. 17.7.2011 14:25
Brooks handtekin vegna símhleranamálsins Rebekah Brooks, fyrrum stjórnandi hjá News International í Bretlandi, hefur verið handtekin í tengslum við símhleranamálin sem hafa skekið breskt samfélag að undanförnu. Brooks var handtekin eftir skýrslutökur á lögreglustöð í Lundúnum og er hún í gæsluvarðhaldi. Fram kemur á fréttavef BBC að þetta er tíunda handtakan í tengslum við ásakanir á hendur dagblaðinu News of the World um símhleranir. 17.7.2011 13:17
Chavez kominn aftur til Kúbu Hugo Chavez, forseti Venesúela, er aftur kominn til Kúbu til að gangast undir frekari meðferð við krabbameini. Chavez ræðir opinbskátt um veikindi sín í fjölmiðlum og tók meðal annars lyfin sín í beinni útsendingu. 17.7.2011 12:16
Tilkynna of feit börn til barnavernda Offita á meðal barna í Danmörku er orðið svo stórt vandamál að barnaverndanefndir í fjölmörgum sveitafélögum eru farnar að fá tilkynningar um vanrækslu barnanna frá heilbrigðisstarfsfólki, segir í danska blaðinu Politiken. 17.7.2011 10:40
Viðurkenndu að hafa keypt tennur úr rostungum Tveir Alaskabúar játuðu nýlega að hafa keypt tennur úr 100 rostungum af Eskímóum. Mennirnir voru handteknir í apríl með tennurnar og feldi af tveimur hvítabjörnum. Þeir höfðu keypt hlutina af veiðimönnum í skiptum fyrir peninga, byssur, sígarettur og að minnsta kosti einn snjóbíl. Innfæddir Alaskabúar mega veiða rostunga, en þeir mega ekki selja tennurnar úr þeim. 16.7.2011 14:39
Dalai Lama hittir forseta Bandaríkjanna í dag Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hittir í dag Dalai Lama andlegan leiðtoga Tíbeta. Hvíta húsið sendi út fréttatilkynningu um fundinn í gær, en Dalai Lama yfirgefur Bandaríkin í dag eftir 11 daga dvöl í Washington. Hvíta húsið segir að Fundur Obama og Dalai Lama sýni stuðning forsetans við málstað Tíbeta, en þeir berjast sem kunnugt er, fyrir sjálfstæði frá Kína. Dalai Lama hefur verið í útlegtð frá heimalandi sínu frá árinu 1959 vegna baráttu sinnar fyrir málstaðnum. 16.7.2011 10:55
Fjölmiðlakóngur biðst afsökunar Helstu blöð Bretlands birta í dag heilsíðuauglýsingar frá Rupert Murdoch vegna þess sem hann kallar alvarlegar misgjörðir News of the World. Í auglýsingunni segir „Okkur þykir fyrir þeim alvarlegu misgjörðum sem átt hafa sér stað.". Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri News of the World og Les Hinton, stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu News Corporation, sögðu upp störfum í gær vegna símahlerunarhneykslis sem skekið hefur Bretland að undanförnu. 16.7.2011 09:30
Skuldaþref á Bandaríkjaþingi „Ef þeir sýna mér alvöru áætlun, þá er ég tilbúinn,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti sem hvetur þing landsins til að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna og niðurskurð útgjalda. 16.7.2011 00:15
Jennifer Lopez að skilja Stórstjörnurnar Jennifer Lopez og Marc Anthony eru að skilja. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau sendu tímaritinu People í kvöld. 15.7.2011 22:01
Lofar öllum landsmönnum Argentínu flatskjáum Forseti Argentínu, Cristina Fernandez, tilkynnti á dögunum heldur sérkennileg kosningaloforð. Eitt loforðið, eða átakið öllu heldur, kallast: "Sjónvarp fyrir alla!“ 15.7.2011 21:00
Opinber afsökunarbeiðni Rupert Murdoch Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur gefið út opinbera afsökunarbeiðni þar sem hann biðst velvirðingar á því hvernig vikuritið News of the World bar sig að við fréttaskrif, en Murdoch tók þá ákvörðun fyrir stuttu að leggja útgáfu blaðsins niður. Vikublaðið breska kom út í síðasta skipti mánudaginn 11. júlí, eftir að hafa verið starfandi í 168 ár frá stofnun þess árið 1843. 15.7.2011 16:00
Þúsundir á flótta undan eldgosi Tugþúsundir manna eru á flótta undan eldgosi sem hófst í gærkvöldi á eynni Sulawesi í Indónesíu. Gosið kom ekki á óvart þar sem miklar jarðhræringar hafa verið á þessum slóðum undanfarna daga. Búið var að skilgreina 3,5 kílómetra hættusvæði umhverfis eldfjallið Lokon. 15.7.2011 12:21
Bin-Laden vildi gera afmælisárás Þegar Osama bin-Laden var ráðinn af dögum átti hann í viðræðum við aðgerðastjóra sinn um enn eina árás á Bandaríkin. Árásina átti að gera hinn 11. september næstkomandi á tíu ára afmæli árásanna á New York. 15.7.2011 11:10
Murdoch forstjóri hrökklast úr starfi Rebekha Brooks forstjóri fjölmiðlaveldis Ruberts Murdoch í Bretlandi hefur sagt af sér. Hún er fyrrverandi ritstjóri News of The World, blaðsins sem fyrst varð uppvíst að því að hlera síma þúsunda þekktra Breta, þar á meðal konungsfjölskyldunnar. 15.7.2011 09:28
Sprengja sprakk í Malmö Sprengja sprakk við myndbandaleigu í Malmö í Svíþjóð í nótt. Engin meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á nálægum húsum. Fyrir ofan myndbandaleiguna eru íbúðir og var íbúum þar verulega brugðið. Þeir urðu ekki varir við grunnsamlegar mannaferðir áður en sprengjan sprakk enda flestir í fasta svefni á þessum tíma. Sprengjunni var komið fyrir við inngang myndbandaleigunnar. 15.7.2011 08:31
Naser Khader fór í leynilega ferð til Sýrlands Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku, fór í fimm daga leynilega ferð til Sýrlands í vikunni og ræddi við heimamenn um ástandið í landinu. Hvork dönsk né sýrlensk stjórnvöld vissu af ferðum hans. Khader fæddist í Sýrlandi en flutti 11 ára gamall til Danmerkur. Hann hefur verið áberandi í dönskum stjórnmálum undanfarin ár. 15.7.2011 08:20
Eva Joly mælist með 7-9% fylgi Eva Joly, forsetaefni Græningja í Frakklandi og fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi, mælist með 7-9% stuðning í skoðanakönnunum, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 22. apríl á næsta ári. Í seinni umferð kosninganna verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni. 15.7.2011 07:57
Kveikti í einni stærstu stafkirkju Noregs 17 ára norskur unglingsdrengur hefur viðurkennt að hafa borið eld að einni stærstu timburkirkju Noregs fyrr á þessu ári, en hún brann til grunna. Kirkjan var byggð fyrir rúmum 250 árum og stóð í bænum Porsgrunn suðvestur af höfuðborginni Osló 15.7.2011 07:55
FBI rannsakar Murdoch og hleranir í Bandaríkjunum Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans því bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort fjölmiðlar í hans eigu hafi brotið gegn fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 15.7.2011 06:56
Hillary hættir á næsta ári Hillary Clinton hyggst láta af störfum sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næsta ári óháð því hvort Barack Obama verður endurkjörinn forseti. Hún segist vera orðin þreytt á stanslausum ferðalögum sem fylgi starfinu og hún vilji þess í stað eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og vinum. 15.7.2011 06:54
Fundu sjaldgæfa snæhlébarða Sjaldgæfir snæhlébarðar hafa fundist í fjöllum í norðausturhluta Afganistans. Hlébarðarnir eru við góða heilsu að sögn náttúruverndarsinna sem hafa rannsakað málið. 15.7.2011 06:00
Suður-Súdan er komið í hópinn Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkti í gær inngöngu Suður-Súdans í samtökin. Suður-Súdan er þar með formlega orðið 193. ríki Sameinuðu þjóðanna. 15.7.2011 02:00
Saga samkynhneigðra kennd Bandaríkin, APJerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, undirritaði í gær ný lög, sem gera skólum í landinu skylt að kenna sögu samkynhneigðra. 15.7.2011 00:30
Deilur harðna um skuldaþak Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta. 15.7.2011 00:00
Fannst látinn í lendingarbúnaði flugvélar Lík 23 ára gamals kúbversks manns fannst í rými lendingarbúnaðar í flugvél sem flaug frá Havana til Madrídar í gær. Verið er að rannsaka dánarorsök mannsins en yfirvöld á Spáni gátu samkvæmt fréttavef the Washington Post engar frekari upplýsingar gefið um málið. 14.7.2011 13:10
Mannfall í minningarathöfn um forsetabróður Fjórir eru látnir eftir að sprengja sprakk í mosku í Kandahar í Afganistan þar sem fram fór minningarathöfn um Ahmed Wali Karzai, hálfbróðir Hamids Karzai forseta Afganistans. Ekki liggur fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuáras hafi verið að ræða. Hálfbróðirinn var skotinn til bana á heimili sínu fyrr í vikunni. Fjölmenni var við minningarathöfnina en sprengjan sprakk í lok hennar. Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um árásina hvort forsetinn hafi viðstaddur athöfnina. 14.7.2011 08:34
William og Isabella vinsælust í Danmörku Nöfn tengd konungsfjölskyldunni eru vinsælustu nöfnin í Danmörku. Á síðasta ári var William vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna en Isabella hjá meybörnum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem danska hagstofan hefur birt og fjallað er um á vef Berlingske Tidende. 14.7.2011 08:25
Lokuðu yfir milljón vefsíðum Kínversk stjórnvöld lokuðu 1,3 milljón vefsíðum á síðasta ári. Aðgerðirnar tengjast að þeirra sögn ekki takmörkunum á málfrelsi í landinu. 14.7.2011 08:21
Fótboltabullur slógust í miðborg Stokkhólms Nokkrir eru sárir eftir að tveimur hópum fótboltabullna laust saman í miðborg Stokkhólms í gær. Um var að ræða þröngan hóp stuðningsmanna grannaliðina AIK og Hammarby sem eldað hafa grátt silfur saman um árabil og ítrekað komist í kast við lögin. Í átökunum í gær tókust hátt í 60 bullur harkalega á og þurfti lögregla að skakka leikinn. Barefli og litlir hnífar fundust á nokkrum ofbeldismannanna en enginn særðist alvarlega í átökunum. 14.7.2011 08:18
Eltihrellir Halle Berry settur í bann Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hefur fengið nálgunarbann á karlmann sem virðist hafa þróað með sér sérstakt dálæti á leikkonunni. Á undanförnum dögum hefur hann ítrekað mætt fyrir utan heimili hennar í Hollywood, bankað á dyrnar og farið inn í garð þrátt fyrir öryggisgæslu. Maðurinn sem 27 ára var í framhaldinu handtekinn og færður í fangaklefa. 14.7.2011 08:17
Hátt í 700 lögregluforingjar reknir Hátt í 700 lögregluforingjar í egypsku lögreglunni hafa verið reknir vegna aðkomu þeirra að drápum á mótmælendum fyrr á árinu. Þá mótmæltu milljónir Egypta og kröfðust umbóta og afsagnar Hosni Mubarak, þáverandi forseta landsins. Talið er að allt að þúsund mótmælendur hafi verið myrtir í átökunum. 14.7.2011 08:03
Óttast hrinu hryðjuverka Hrina hryðjuverka vofir yfir Indverjum eftir að þrjá sprengjur sprungu í helstu viðskiptaborg landsins í gær. Enginn hefur lýst ábyrgð á ódæðinu. 14.7.2011 07:57
Pappírslausir skólar í S-Kóreu Suður-KóreaSkólayfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að allir skólar landsins verði pappírslausir árið 2015. Þá eiga nemendur að lesa allar námsbækur í lestölvum að undanskildum þeim yngstu sem í byrjun fá að lesa bæði bækur úr pappír og bækur í lestölvu. 14.7.2011 06:00
Sker upp herör gegn fíkniefnaneyslu Neytendum metamfetamíns hefur fjölgað mikið í Taílandi síðustu ár. Stjórnvöld ætla að skera upp herör gegn eiturlyfjaneyslunni. Í Taílandi eru ein hörðustu viðurlög í heimi gegn sölu og smygli á fíkniefnum. Um tíma voru þeir sem fundnir voru sekir um slíkt teknir af lífi. Neytendum metaamfetamíns hefur fjölgað um hundrað þúsund síðastliðin sex ár og er talið að þeir séu nú um 1,1 milljón talsins. Neyslan er mest í röðum byggingaverkamanna, að sögn breska dagblaðsins Guardian. 14.7.2011 05:00
Sneiða hjá íslensku vanköntunum „Þetta þýðir það að verði þessar tillögur samþykktar þá ætti að verða tiltölulega auðvelt fyrir Íslendinga að komast að ásættanlegum niðurstöðum í samningum um sjávarútvegskaflann í aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðingur um tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri sjávarútvegsstefnu, sem á að koma í staðinn fyrir núverandi stefnu. 14.7.2011 04:00