Erlent

Bregðast við neyðarástandi vegna þurrka

Læknir skoðar tveggja mánaða sómalískt barn sem þjáist af alvarlegri vannæringu.
Læknir skoðar tveggja mánaða sómalískt barn sem þjáist af alvarlegri vannæringu. Mynd/AP
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að íslensk stjórnvöld muni verja 18,5 milljónum króna til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku, að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því neyðarástandi sem skapast hefur í Sómalíu, Keníu, Úganda og Eþíópíu þar sem uppskerubrestur hefur orðið vegna þurrka og ófriðar í Sómalíu.

Alls verða 12,5 milljónir veittar til íslenskra hjálparsamtaka, en 6 milljónir fara til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna hjálparstarfs í Sómalíu, en stofnunin óskaði eftir framlagi frá Íslandi og öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×