Erlent

Sjálfbær þróun næstu árin

Ban Ki-moon hefur sitt annað kjörtímabil þann fyrsta janúar.
Ban Ki-moon hefur sitt annað kjörtímabil þann fyrsta janúar. Mynd/AP
Sjálfbær þróun sem dregur úr fátækt en varðveitir umhverfið verður meginviðfangsefni næstu fimm ára í starfi Ban Ki-moon hjá Sameinuðu þjóðunum.

Þetta sagði framkvæmdastjórinn á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í gær. Hann mun hefja annað fimm ára kjörtímabil í starfi framkvæmdastjóra í byrjun næsta árs. Hann sagði sjálfbæra þróun tengja saman mörg önnur markmið, eins og loftslagsmál, heilbrigðismál, málefni kvenna og skort á mat, vatni og orku. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×