Fleiri fréttir

Forseti virðist hafa skipt sér af

Upptökur úr flugstjórnarklefa pólsku farþegaþotunnar, sem fórst með helstu ráðamönnum þjóðarinnar í Rússlandi í apríl, leiða í ljós að flugmenn vélarinnar töldu óráðlegt að lenda.

Í einangrun í átján mánuði

Sex menn ætla í dag að fara inn í gluggalausan klefa í Rússlandi, loka á eftir sér og dveljast þar næstu 520 dagana.

Hatoyama segir af sér embætti

Japan, AP Yukio Hatoyama, forsætisráðherra Japans, sagði af sér í gær eftir aðeins átta mánaða setu í embættinu. Afsögn hans gæti lamað japönsk stjórnmál eða leitt til stjórnarskipta.

Baðst afsökunar á Facebook

„Það var ekki í lagi að segjast vilja líf sitt aftur,“ segir Tony Hayward, forstjóri BP olíufyrirtækisins á Facebook.

Sprengja úr heimsstyrjöldinni drap þrjá

Þrír þýskir sprengjusérfræðingar létu lífið í dag þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk meðan þeir voru að reyna að gera hana óvirka.

Lík breska byssumannsins fundið

Búið er að finna lík af manni sem talinn er hafa skotið að minnsta kosti fimm til bana í Cumbria héraði í Bretlandi í dag.

Mikil leit gerð að leigubílstjóra eftir skotárás á Englandi

Breska lögreglan leitar nú manns sem grunaður er um að hafa skotið fjölda fólks í Cumbria héraði á Englandi í morgun. Staðfest hefur verið að nokkir hafi látist í árásinni og telja breskir miðlar að fjórir hið minnsta liggi í valnum, meðal annars í bænum Whitehaven. Hinn grunaði, leigubílstjórinn Derrick Bird, 52 ára, er talinn hafa ekið um í bifreið sinni og skotið á fólk af handahófi.

Obama forseti hótar málsókn

Breska olíufélagið BP er komið nokkuð á veg með enn eina tilraun til að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa, en fyrri tilraunir hafi mistekist.

Írar senda skip til Gasa

Stuðningsfólk Palestínumanna hefur sent írska skipið Rachel Corrie af stað með hjálpar-gögn og fólk til Gasasvæðisins, daginn eftir að ísraelski herinn réðist á skipalest til að stöðva för hennar þangað.

Danskir magar komu illa undana vetri

Veturinn var óvenju grimmur og kaldur í Danmörku að þessu sinni. Sem leiddi til þess að allir Danir sem gátu fóru í sólina í framandi löndum.

Húsið hvarf til himins

Einbýlishús sprakk í loft upp í bænum Vestby í Noregi í nótt og skemmdust fjölmörg hús í nágrenninu. Í ljós kom að eigandinn hafði verið að framleiða dýnamit í kjallara hússins.

Óttast áhrif HM auglýsinga á börn

Baráttumenn fyrir bættum lífsstíl eru yfir sig hneykslaðir á þeim auglýsingasamningum sem Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gert fyrir HM í ár. FIFA hefur meðal annars samið við Coca Cola, McDonald's og Budweiser um auglýsingar. Gagnrýnisraddir segja hins vegar eðlilegt að horft sé til heilbrigðissjónarmiða þegar slíkir samningar eru gerðir og vitað er að milljarðar manna í meira en 200 ríkjum muni horfa á.

Danskir þingmenn deila um launaskerðingu

Deila er komin upp á danska þinginu um hvort þingmenn eigi að taka á sig launaskerðingu eða ekki. Launaskerðingin er hugsuð sem liður í umfangsmiklum niðurskurði á fjárlögum danska ríkisins.

Öryggisráðið fordæmir aðgerðir Ísraelsmanna

Tíu tíma löngum neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um árás Ísraelska flotans á skipalest með neyðaraðstoð til Gaza svæðisins er lokið. Öryggisáðið fordæmir aðgerðir Ísraela og krefst þess að allir sem Ísraelar hafa í haldi nú verði umsvifalaust látnir lausir.

Kom öllum í opna skjöldu

Ákvörðun Horsts Köhler, forseta Þýskalands, um að segja af sér og láta strax af embætti á sér ekkert fordæmi í sögu Þýskalands. Angela Merkel kanslari segist hafa reynt án árangurs að telja honum hughvarf.

Áhrif á minni skýra ávana

Rannsóknir á áhrifum metamfetamíns á snigla gætu varpað ljósi á hvers vegna sú tegund fíkniefnis er jafn ávanabindandi og raun ber vitni.

Bóluefni við brjóstakrabbameini

Bandarískir vísindamenn segjast hafa þróað bóluefni sem komi í veg fyrir brjóstakrabbamein í músum. Næsta skref er að hefja tilraunir á mönnum. Niðurstöðurnar voru birtar í fagtímaritinu Nature Medicine.

Sjá næstu 50 fréttir