Erlent

Í einangrun í átján mánuði

Búningar prófaðir Rússar undirbúa langferðir í geimnum.
Búningar prófaðir Rússar undirbúa langferðir í geimnum. fréttablaðið/ap
Sex menn ætla í dag að fara inn í gluggalausan klefa í Rússlandi, loka á eftir sér og dveljast þar næstu 520 dagana.

Dvöl þeirra er hugsuð sem undirbúningur að því að menn verði sendir til Mars. Þótt enn séu áratugir þangað til af slíkri ferð getur orðið vonast evrópska geimferðastofnunin og kínversk geimferðayfirvöld eftir því að tilraunin sýni hvaða áhrif þetta löng einangrun hefur á mennina.

Þrír mannanna eru Rússar, en hinir eru Frakki, Ítali og Kínverji.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×