Erlent

Stórbruni í Kaupmannahöfn, hundrað flýja heimili sín

Slökkviliðið í Kaupmannahöfn hefur barist við stórbruna í alla nótt í íbúðablokkarsamstæðu við suðurhöfn borgarinnar.

Yfir hundrað manns þurftu að flýja heimili sín úr 13 stigagöngum í blokkinni en hún liggur að þremur götum, Mozartvej, Beethovenvej og Schubertsvej.

Slökkviliðinu barst tilkynning um brunann klukkan þrjú í nótt að staðartíma en þá logaði mikill eldur í þaki blokkarinnar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og það var fyrst fimm tímum síðar að tókst að ná tökum á eldinum.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum er ekki vitað til þess að manntjón hafi orðið og slökkviliðið vonar að öllum íbúunum hafi tekist að koma sér út af heimilum sínum. Eldsupptök eru óljós.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×