Erlent

Öryggisráðið fordæmir aðgerðir Ísraelsmanna

Tíu tíma löngum neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um árás Ísraelska flotans á skipalest með neyðaraðstoð til Gaza svæðisins er lokið. Öryggisáðið fordæmir aðgerðir Ísraela og krefst þess að allir sem Ísraelar hafa í haldi nú verði umsvifalaust látnir lausir.

Fundurinn var haldinn fyrir luktum dyrum en Tyrkir kröfuðst þess í gærkvöldi að Öryggisráðið yrði kallað saman. Fjöldi meðlima Öryggisráðsins fordæmdi aðgerðir Ísraelsmanna áður en fundurinn hófst.

Tyrkneski utanríkisráðherrann hefur kallað aðgerðir Ísraelsmanna morð á vegum ríkisins. Nú er ljóst að níu manns féllu í átökunum um borð í einu af skipunum sex sem voru á leið til Gaza. Meðal þeirra sem saknað er eru tveir Svíar. Talið er að þeir sem féllu hafi flestir verið Tyrkir.

Ísraelsmenn hafa varið gjörið sínar með því að segja að skipalestin hafi ekki verið með neyðaraðstoð og að sjóliðar þeir sem réðust um borð í eitt skipanna hafi verið að verja hendur sínar í átökunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×