Erlent

Forsætisráðherra Japans segir af sér

Hatoyama hér með Obama bandaríkjaforseta.
Hatoyama hér með Obama bandaríkjaforseta.

Yukio Hatoyama forsætisráðherra Japans hefur sagt af sér embætti eftir aðeins átta mánuði í starfinu.

Samkvæmt frétt um málið á BBC er ástæða uppsagnarinnar þær deilur sem verið hafa í japönskum stjórnmálum um framtíð bandarísku herstöðvarinnar á eyjunni Okinawa.

Eitt af kosningaloforðum Hatoyama var að flytja herstöðina á brott frá eyjunni. Þetta hefur ekki gengið eftir vegna harðra mótmæla stjórnarandstöðunnar og segir Hatoyama að andstaðan hafi komið í veg fyrir að stjórn hans gæti sinnt öðrum áríðandi málefnum Japans.

Hatoyama, sem er 63 ára gamall, var fjórði forsætisráðherra Japans á síðustu fjórum árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×