Erlent

Danskir magar komu illa undana vetri

Óli Tynes skrifar
Veturinn var óvenju grimmur og kaldur í Danmörku að þessu sinni. Sem leiddi til þess að allir Danir sem gátu fóru í sólina í framandi löndum.

Sem leiddi til þess að fleiri Danir en venjulega fengu ferlegar magakveisur. Danir halda mikið upp á Suðaustur-Asíu og fara þangað gjarnan í fríum sínum.

Þar eru hinsvegar ýmsar framandi bakteríur sem danskir magar þola illa. Embætti sóttvarnarlæknis í Danmörku upplýsir að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið skráð jafn mörg tilfelli af niðurgangspestum og venjulega er á heilu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×